Ofbeldi gegn fötluðu fólki
Samkvæmt rannsóknum er fatlað fólk í meiri áhættu fyrir því að verða fyrir ofbeldi en ófatlað fólk. Fatlaðar konur og fötluð börn eru í enn meiri áhættu. Því miður er fatlað fólk oft orðið svo vant því að verða fyrir fordómum, niðurlægjandi viðhorfum eða lélegri þjónustu að það áttar sig ekki á því að það er að verða fyrir ofbeldi.
Ofbeldi getur verið allskonar.
- Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa.
- Líkamlegt ofbeldi það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig.
- Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver káfar á þér eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera.
- Fjárhagslegt ofbeldi er þegar einhver svíkur af þér peninga, tekur peninga þína af þér eða neitar að láta þig fá peningana þína.
- Stafrænt ofbeldi er þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.
Þú getur haft samband við réttinda-gæslu-mann ef þér finnst að einhver hafi brotið á rétti þínum eða beitt þig ofbeldi. Þú getur hringt í síma 554-8100 eða sent tölvupóst á postur@rettindagaesla.is.