Hvað er ofbeldi?
Ofbeldi getur verið allskonar.
- Andlegt ofbeldi. Þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa.
- Líkamlegt ofbeldi. Þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig.
- Kynferðislegt ofbeldi. Þegar einhver káfar á þér eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera.
- Fjárhagslegt ofbeldi. Þegar einhver svíkur af þér peninga, tekur peninga þína af þér eða neitar að láta þig fá peningana þína.
- Stafrænt ofbeldi. Þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

















