
Stígamót
Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Saman gegn kynferðisofbeldi
Stígamót bjóða upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Það skiptir ekki máli þótt ofbeldið hafi átt sér stað fyrir löngu síðan, það er alltaf hægt að koma til Stígamóta og það kostar ekkert. Einnig er í boði ráðgjöf fyrir aðstandendur.
Stígamót bjóða öll velkomin óháð kyni, kyntjáningu, kynhneigð, fötlun, uppruna, efnahagsstöðu og dvalarleyfi svo eitthvað sé nefnt. Í húsinu er lyfta þannig að hægt er að komast í hjólastól. Þú getur fengið táknmálstúlkun ef þú þarft. Þú getur talað við ráðgjafa á íslensku, ensku eða á Norðurlandatungumáli. Fyrir önnur tungumál geturðu fengið túlk. Þú getur valið um karlkyns eða kvenkyns ráðgjafa.
Stígamót eru á Laugavegi 170 á annarri hæð. Þú getur pantað tíma hjá ráðgjafa í síma 562 6868 eða notað netspjallið þeirra. Þar er opið alla virka daga frá kl. 9-18 nema á miðvikudögum frá kl. 13-18. Oftast er best að ná inn snemma á morgnana eða í hádeginu. Það er líka hægt að senda þeim tölvupóst á stigamot@stigamot.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Laugavegur 170, 105 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Gott aðgengi fyrir hjólastóla. Ráðgjafi sem þekkir vel réttindi fatlaðs fólks.Tungumál
Íslenska, English, dansk, norsk, svenska. Tungumála- og táknmálstúlkun.
Stígamót hjálpa fólki sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ekki skiptir máli hversu langt er síðan.
Viltu vita meira?
Afleiðingar og bætt líðan
Fólk sem hefur leitað til Stígamóta segir frá því hvernig því leið eftir kynferðisofbeldi og hvernig því líður betur í dag eftir að hafa leitað sér hjálpar.


