Ég hef orðið fyrir kynferðisofbeldi, hvað á ég að gera?

Hafðu samband við 112 hvenær sem er til að fá aðstoð. Þú getur farið á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis ef brotið er nýafstaðið. Þú getur líka farið á heilsugæsluna þar sem þú býrð.

Hafðu samband við fagfólk eins fljótt og þú getur. Það er mjög mikilvægt að vinna úr áfallinu sem þú hefur orðið fyrir.

Í þessum leiðarvísi er reynt að útskýra sem best ferlið sem fer í gang við kæru og við hverju þú mátt búast. Honum er ætlað að skýra ferlið vegna brota á einstaklingum eldri en 18 ára.

Hvað er réttarvörslukerfi?

Réttarvörslukerfi er samheiti yfir lögreglu og dómstóla. Ef þú ákveður að kæra taka lögreglan og dómstólar við málinu.

Hvað gerist þegar ég kæri?

Ef þú ákveður að kæra til lögreglu fer málið eftir ákveðnu ferli í gegnum réttarvörslukerfið. Þetta ferli getur verið erfitt og tekur langan tíma. Þetta er samt eina leiðin til að láta gerandann svara til saka.

1. Byrjaðu hér

Manneskja klædd í læknaslopp með hughreystandi svip leggur hendina á bakið á annarri manneskju sem er með áhyggjusvip. Þær standa báðar.

Það er gott fyrsta skref að leita til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

2. Á ég að kæra eða ekki?

Manneskja með áhyggjusvip horfir út í buskann. Tvö stór spurningamerki svífa í kringum hana.

Þetta er stór spurning sem aðeins þú getur svarað.

3. Brotið kært

Hendur halda á skjali

Þegar brot er kært er búið að láta lögreglu vita af brotinu og rannsókn getur hafist.

4. Skýrslutaka hjá lögreglu

Manneska situr við skrifborð með tölvuskjá fyrir framan sig og slær inn á lyklaborð. Fyrir framan skrifborðið situr önnur manneskja á stól. Sú manneskja er með áhyggjusvip og heldur vinstri hendi að hjartastað.

Hlutverk lögreglunnar er að komast að því sanna í málinu og þín lýsing er lykilatriði.

5. Málið rannsakað

Manneskja heldur á stóru stækkunargleri

Þegar lögregla er komin með vitneskju um að brot hafi verið framið hefst rannsókn á því.

6. Sótt um bætur

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.

Hið opinbera greiðir skaðabætur til þolenda afbrota, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

7. Ákært eða fellt niður?

Hendur halda á opinni bók

Ef málið berst héraðssaksóknara er tekin ákvörðun þar um hvort skuli ákært í málinu eða það fellt niður.

8. Málið fer fyrir héraðsdóm

Manneskja með tölvutösku í hendinni stendur við þunga hurð.

Þú mætir í dómsal og segir frá þinni upplifun.

9. Málinu lokið

Hendur halda á tveimur stórum pússluspilum og eru að setja þau saman.

Nú er komið að því að dómur sé kveðinn upp við héraðsdóm.

10. Eftir dóm

Manneskja krýpur við glugga og vökvar plöntu. Úti er bjartur dagur.

Þegar dómur hefur fallið geta alls konar tilfinningar komið upp.

Sjá líka:

Góð ráð

Ráð frá þolendum sem hafa verið með mál í réttarvörslukerfinu, fagaðilum og starfsfólki lögreglu og héraðssaksóknara.
Manneskja heldur um gagnaugun og yfir henni vofir regnský. Hún er leið á svipinn.  Önnur manneskja heldur regnhlíf yfir höfði hennar til að skýla henni fyrir regninu.

Réttargæslumaður

Sá sem verður fyrir kynferðisbroti og kærir brotið á rétt á að fá réttargæslumann.