Ég hef orðið fyrir kynferðisofbeldi, hvað á ég að gera?

Hafðu samband við 112 hvenær sem er til að fá aðstoð. Þú getur farið á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis ef brotið er nýafstaðið. Þú getur líka farið á heilsugæsluna þar sem þú býrð.

Hafðu samband við fagfólk eins fljótt og þú getur. Það er mjög mikilvægt að vinna úr áfallinu sem þú hefur orðið fyrir. Andleg og líkamlega heilsa þín á alltaf að vera í fyrsta sæti.

Hvað er réttarvörslukerfi?

Réttarvörslukerfi er samheiti yfir lögreglu og dómstóla. Ef þú ákveður að kæra taka lögreglan og dómstólar við málinu.

Hvað gerist þegar ég kæri?

Ef þú ákveður að kæra til lögreglu fer málið eftir ákveðnu ferli í gegnum réttarvörslukerfið. Þetta ferli getur verið erfitt og tekur langan tíma. Þetta er samt eina leiðin til að láta gerandann svara til saka.

Í þessum leiðarvísi er reynt að útskýra sem best ferlið sem fer í gang við kæru og við hverju þú mátt búast. Honum er ætlað að skýra ferlið vegna brota á einstaklingum eldri en 18 ára.

Sjá leiðarvísi fyrir 15-17 ára.

Byrjaðu hér

Leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Fyrir marga þolendur er heimsókn á neyðarmóttökuna fyrsta skrefið í áttina að bata. Neyðarmóttökur fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru í Reykjavík og á Akureyri.

Á ég að kæra eða ekki?

Ákvörðunin um að kæra er þín.

Það er mikilvægt að gerendur beri ábyrgð á afbrotum sínum en ferlið tekur tíma og krefst vinnu af þinni hálfu til að réttvísin nái fram.

Brotið kært

Rannsókn fer af stað hjá lögreglunni.

Þegar brot er kært þarf að mæta á lögreglustöð og segja frá brotinu.

Skýrslutaka hjá lögreglu

Þú lýsir upplifun þinni af brotinu.

Ítarlegt viðtal við þig er einn mikilvægasti hluti rannsóknar lögreglunnar. Skýrslutakan fer fram á lögreglustöð.

Málið rannsakað

Lögreglan safnar gögnum.

Málið er orðið að opinberu sakamáli sem lögreglan tekur upp á sína arma.

Sótt um bætur

Réttargæslumaðurinn þinn sækir um bætur fyrir þína hönd.

Krafan um bætur er send til bótasjóðs ríkisins ásamt beiðni um að sjóðurinn innheimti greiðsluna frá geranda.

Ákært eða fellt niður?

Gögn málsins eru send til héraðssaksóknara.

Héraðssaksóknari tekur ákvörðun um hvort skuli ákært í málinu eða það fellt niður.

Málið fer fyrir héraðsdóm

Þú mætir í dómsal og segir frá þinni upplifun.

Þegar héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur geranda er málið flutt fyrir héraðsdómi. Þú ert helsta vitni héraðssaksóknara í málinu.

Málinu lokið

Hendur halda á skjali

Dómur er kveðinn upp við héraðsdóm.

Nú kemur í ljós hvort gerandinn þurfi að sæta refsingu eða hvort hann er sýknaður.

Eftir dóm

Þegar dómur hefur fallið geta alls konar tilfinningar komið upp.

Að öllum líkindum hafa nú liðið allavega tvö ár síðan brotið var á þér.

Sjá líka:

Góð ráð

Ráð frá þolendum sem hafa verið með mál í réttarvörslukerfinu, fagaðilum og starfsfólki lögreglu og héraðssaksóknara.