Þessi síða er hluti af Leiðarvísi um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Honum er ætlað að skýra ferlið vegna brota á einstaklingum eldri en 18 ára.
Hvar er málið flutt?
Málið er venjulega flutt í héraðsdómi þar sem gerandinn er með lögheimili. Þú gætir því þurft að fara þangað til að bera vitni. Kostnaður við ferðalög, til dæmis flugfargjöld, er yfirleitt settur inn í sakarkostnað sem dómari úrskurðar um.