Þessi síða er hluti af Leiðarvísi um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisbrota. Honum er ætlað að skýra ferlið vegna brota á einstaklingum eldri en 18 ára.
Hjá ákærusviði lögreglu
Fyrst tekur ákærusvið lögreglunnar ákvörðun um í hvaða farveg málið skuli sett.
Frá lögreglu til héraðssaksóknara
Ef ákærusvið lögreglunnar telur málið fullrannsakað fer málið til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar.
Rannsakað betur eða rannsókn hætt
Á ákærusviði lögreglunnar getur einnig verið tekin sú ákvörðun að hætta rannsókninni eða rannsóknardeild beðin að rannsaka það betur.