Þessi síða er hluti af Leiðarvísi um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisbrota.

Bætur til þolenda afbrota

Hið opinbera greiðir skaðabætur til þolenda afbrota.

Þessar bætur eru svokallaðar miskabætur. Krafan um bæturnar er hluti af málinu þínu. Svo sendir réttargæslumaðurinn þinn kröfuna til ríkisins, til sjóðs sem oft er nefndur bótasjóður ríkisins. Þar er beðið um að sjóðurinn ábyrgist greiðslu bótanna. Ríkið innheimtir þá bæturnar hjá geranda. Þannig er hið opinbera milliliður svo að þú þurfir ekki að innheimta bæturnar.

Ýmis skilyrði

Þú þarft að hafa kært brotið innan tveggja ára frá því það átti sér stað. Réttargæslumaðurinn þinn getur sagt þér frá fleiri skilyrðum sem eru sett.

Ertu yngri en 18 ára?

Þá sækir réttargæslumaðurinn þinn um bætur fyrir þína hönd en það er gert í nafni foreldra þinna.

Lesa meira:

Bætur til þolenda afbrota á island.is.