Segðu frá

Talaðu um það sem gerðist við einhvern sem þér finnst gott að tala við og þú treystir, til dæmis einhvern í fjölskyldunni.

Þú getur líka talað við:

  • Skólahjúkrunarfræðinginn í skólanum
  • Námsráðgjafann í skólanum
  • Kennarann þinn
  • Þjálfarann þinn
  • Starfsfólkið í félagsmiðstöðinni þinni

Svo er fullt af fólki sem vill hjálpa þér:

  • Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni (yngri en 20 ára) til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.
  • Hjálparsími og netspjall 1717 er opið allan sólarhringinn. Þar er hægt að tala í trúnaði um hvað sem er.
  • Sími og netspjall 112. Þá er fenginn ráðgjafi frá barnavernd eða félagsþjónustu sem veitir þér og fjölskyldunni þinni stuðning. Það þarf að gefa upp nafn en þú getur beðið um að enginn annar fái að vita það.
  • Bergið headspace er ókeypis stuðnings- og ráðgjafasetur sem aðstoðar ungt fólk. Þar geturðu bókað tíma hjá ráðgjafa sem fer yfir vandann, veitir stuðning og ráðgjöf.
  • Hinsegin félagsmiðstöð er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-17 ára sem vilja spjalla í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin.
  • Heilsugæslustöðvar eru flestar með sérstaka móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til að ræða um heilsu og líðan.

Ef brotið er kært, hvað gerist þá?

Leiðarvísirinn hér fyrir neðan útskýrir ferlið sem þú ferð í gegnum. Hér erum við að miða við að þú sért 15-17 ára.

Ég er yngri en 15 ára

Ég er eldri en 18 ára

Byrjaðu hér

Manneskja heldur á regnhlíf yfir höfði annarar manneskju sem er greinilega leið. Regnhlífin stoppar rigninguna sem kemur úr skýi fyrir ofan höfuð leiðu manneskjunnar.

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Móttökurnar eru í Reykjavík og á Akureyri og eru opnar allan sólarhringinn. Þú getur líka farið á heilsugæslustöð nálægt þér.

Af hverju að kæra?

Að kæra er eina leiðin til að láta gerandann bera ábyrgð á því sem hann gerði.

Munur á þér og fullorðnum

Manneskja stendur við opinn glugga og horfir út. Við horfum á hana utan frá þar sem gluggahlerarnir hafa verið opnaðir út.

Ferlið í málum er það sama. Samt eru ýmis atriði öðruvísi hjá þér en hjá þeim sem eru orðin 18.

Brotið kært

Manneskja heldur á stóru stækkunargleri

Forreldrar þínir eða forráðamenn kæra fyrir þína hönd.

Þú ferð í skýrslutöku

Manneska situr við skrifborð með tölvuskjá fyrir framan sig og slær inn á lyklaborð. Fyrir framan skrifborðið situr önnur manneskja á stól. Sú manneskja er með áhyggjusvip og heldur vinstri hendi að hjartastað.

Þú segir frá brotinu í viðtalsherbergi á lögreglustöð.

Málið rannsakað

Hendur halda á tveimur stórum pússluspilum og eru að setja þau saman.

Lögreglan safnar gögnum. Svo er ákveðið hvort málið fari til héraðssaksóknara eða ekki.

Ákært eða fellt niður?

Manneskja með áhyggjusvip horfir út í buskann. Tvö stór spurningamerki svífa í kringum hana.

Málið er sent til héraðssaksóknara. Þar er ákveðið hvort það verði gefin út ákæra í málinu eða ekki.

Þú berð vitni í héraðsdómi

Þú segir aftur frá brotinu. Þú færð hjálp við að undirbúa þig.

Málinu lokið

Hendur halda á skjali

Nú er dómur kveðinn upp í héraðsdómi.

Eftir dóm

Manneskja krýpur við glugga og vökvar plöntu. Úti er bjartur dagur.

Það geta komið upp ýmsar tilfinningar þegar málinu er lokið.

Sjá líka:

Tveir farsímar þar sem manneskjan í vinstri farsímanum teygir sig yfir til manneskjunnar í hægri farsímanum með regnhlíf. Rigningarský vomar yfir hægri farsímanum og manneskjunni þar sem er leið á svip.

Góð ráð

Ráð frá þolendum sem hafa verið með mál í réttarvörslukerfinu, lögreglu, fagfólki og héraðssaksóknara.
Manneskja stendur að baki annarri manneskju og heldur utan um hana. Hún brosir en manneskjan sem hún heldur utan um er leið á svip. Þær eru báðar með lokuð augun.

Vinir og fjölskylda

Það getur verið erfitt að vita hvernig eigi að hjálpa einhverjum sem þér þykir vænt um og hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi.