Reyndu að koma sem fyrst
Þetta er oft fyrsta skrefið í áttina að bata. Neyðarmóttökur fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hér:
- Reykjavík (Landspítalinn í Fossvogi)
- Akureyri (Sjúkrahúsið)
- Það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar í þinni heimabyggð.
Reyndu að koma sem fyrst. Það er best fyrir heilsu þína. Það skiptir líka miklu máli ef brotið gegn þér verður rannsakað af lögreglunni.