Þessi síða er hluti af Leiðarvísi um réttarvörslukerfið fyrir 15-17 ára þolendur kynferðisbrota.

Um dóma

Dómari tilkynnir hvar og hvenær dómurinn verður kveðinn upp. Reynt er að kveða upp dóma áður en mánuður er liðinn frá aðalmeðferðinni.

Dómur er skrifleg niðurstaða dómstólsins í málinu. Hann er svo birtur á vefsíðu Héraðsdóms. Nafnið þitt og nöfn vitna eru ekki birt.

Í dómum kemur fram:

  • Hver var ákærður: nafn viðkomandi, kennitala eða fæðingardagur og heimili.
  • Meginefni ákærunnar.
  • Hvers var krafist.
  • Aðalatriði málsins.
  • Röksemdir dómara fyrir því hvað teljist sannað í málinu.
  • Röksemdir dómara fyrir niðurstöðu um refsingu, bótakröfu og sakarkostnað. Sakarkostnaður er óháður þinni bótakröfu.

Tegundir dóma

Nú kemur í ljós hvort gerandinn þurfi að sæta refsingu eða hvort hann er sýknaður.

Sýknudómur

Dómaranum fannst ekki hægt að sanna án nokkurs vafa að brotið hafi átt sér stað. Það þýðir ekki að dómarinn trúi þér ekki. Það getur verið erfitt að sætta sig við að gerandinn fái enga refsingu og því mikilvægt að þú hugsir um þig og þína andlegu heilsu. Gott er að fá bæði stuðning hjá fjölskyldu og vinum, sálfræðingi og ráðgjöfum.

Sakfelling

Gerandi þinn hefur verið sakfelldur fyrir að hafa brotið á þér. Þetta getur hjálpað þér við að halda áfram með líf þitt. Það er líka eðlilegt að alls konar tilfinningar komi upp. Það er alltaf mikilvægt að þú hugsir áfram um þína andlegu heilsu.

Dómari ákveður hversu lengi dæmdi gerandinn á að afplána. Afplánun er sá tími sem hinn dæmdi er í fangelsi. Lengd afplánunarinnar getur farið eftir ýmsum hlutum, meðal annars aldri, fyrri brotum og hversu líklegt sé að hann brjóti af sér aftur.

Óskilorðsbundinn dómur

Hinn ákærði er dæmdur í fangelsi.

Skilorðsbundinn dómur

Ákvörðun um refsingu er frestað. Sakborningurinn má ekki brjóta af sér á þeim tíma. Heimilt er að setja hinum dæmda frekari skilyrði, svo sem að viðkomandi megi ekki neyta áfengis eða annarra vímuefna.

Gott er að fá bæði stuðning hjá fjölskyldu, vinum og sálfræðingum.

Fleiri góð ráð?

Smelltu hér

Áfrýjun til Landsréttar

Áfrýjun þýðir að það verða ekki málalok hér og málið heldur áfram. Dómum í héraðsdómi er áfrýjað til Landsréttar.

Hinn sakfelldi áfrýjar

Ef sakborningur var dæmdur sekur í málinu hefur hann fjórar vikur til að áfrýja.

Sækjandi áfrýjar

Ef ákærandi vill áfrýja dómnum, til dæmis ef sakborningur er sýknaður af kærunni, hefur hann einnig fjórar vikur til að áfrýja.

Ríkissaksóknari áfrýjar

Ríkissaksóknari getur ákveðið að áfrýja dómnum ef þar er talið að gerandinn hafi verið sýknaður þegar hann hefði átt að vera dæmdur sekur, eða refsingin þykir of væg.

Hvenær telst máli lokið?

Málinu þínu telst lokið í réttarvörslukerfinu þegar:

Hvað þarf að bíða lengi eftir dómi?

Reynt er að kveða upp dóma áður en mánuður er liðinn frá aðalmeðferðinni.

Hvað gerist næst? Eftir dóm

Þegar dómur hefur fallið geta alls konar tilfinningar komið upp.

Manneskja krýpur við glugga og vökvar plöntu. Úti er bjartur dagur.