Aðstoð eftir brot
Ef brotið hefur nýlega átt sér stað er mikilvægt að leita sér strax aðhlynningar og hjálpar. Það er hægt að hringja í 112 þar sem þú færð leiðbeiningar um næstu skref eða leita á neyðarmóttökur fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Á neyðarmóttökunni er líka hægt að leggja fram kæru og þá þarf ekki að mæta á lögreglustöð fyrr en síðar þegar formleg skýrsla er tekin.