
Bergið headspace
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks
Bergið headspace styður og þjónustar ungmenni undir 25 ára. Þar er boðið upp á ráðgjöf og fræðslu sem er aðlöguð að hverjum og einum. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.
Þangað er hægt að komast í hjólastól. Ráðgjafar tala íslensku og ensku. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft.
Þú getur komið í Bergið, hringt í Bergið og eða spjallað við Bergið á netspjalli á vefsíðunni þeirra. Netspjallið er opið virka daga klukkan 9-17. Utan opnunartíma getur þú sett inn skilaboð og þér er svarað eins fljótt og hægt er.
Símanúmer
Heimilisfang
Suðurgata 10, 101 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska og enska. Tungumála- og táknmálstúlkun.
Bergið veitir stuðning og ráðgjöf fyrir ungt fólk. Hafðu samband. Við hlustum.
Viltu vita meira um Bergið?
Sólborg, stofnandi instagram reikningsins Fávitar, og Sigurþóra, framkvæmdastjóri Bergsins, spjalla um Fávita, Bergið og málefni ungs fólks í dag. Bergið hjálpar ungu fólki sem líður illa. Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi.


