Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks

Bergið headspace styður og þjónustar ungmenni undir 25 ára. Þar er boðið upp á ráðgjöf og fræðslu sem er aðlöguð að hverjum og einum. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Þangað er hægt að komast í hjólastól. Ráðgjafar tala íslensku og ensku. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft.

Þú getur komið í Bergið, hringt þangað í síma 571 5580 og haft samband með netspjalli á vefsíðunni þeirra. Bergið er líka staðsett á Akureyri, í Íþróttahöllinni við Skólastíg.

Netspjallið og síminn eru opinn virka daga frá 9 til 17. Utan opnunartíma getur þú sett inn skilaboð og þér er svarað eins fljótt og hægt er.

Bergið veitir stuðning og ráðgjöf fyrir ungt fólk. Hafðu samband. Við hlustum.

Viltu vita meira um Bergið?

Sólborg, stofnandi instagram reikningsins Fávitar, og Sigurþóra, framkvæmdastjóri Bergsins, spjalla um Fávita, Bergið og málefni ungs fólks í dag. Bergið hjálpar ungu fólki sem líður illa. Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Vopnabúrið

Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Samþykki

Samþykki þýðir að gefa samþykki fyrir kynlífi eða kynferðislegum hlutum af frjálsum vilja.

Maður í rauðri peysu leggur vinstri hönd á hjarta og teygir hægri hönd út

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.