Ofbeldi með stafrænni tækni
Það er stafrænt ofbeldi þegar ofbeldi er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (eins og TikTok, Facebook, Twitter, Instagram eða Snapchat).
Það getur verið texti, mynd, myndband, upptaka sent með skilaboðum, tölvupósti eða gegnum samfélagsmiðla.
Það er líka stafrænt ofbeldi ef einhver er að fylgjast með hvað þú gerir í símanum þínum og hvað þú gerir á netinu.
Þú átt rétt á þínu einkalífi.
















