Stundum veit maður ekki hvernig á að bregðast við þegar einhver biður mann að senda nektarmynd áfram. Það getur líka verið mjög óþægilegt að fá senda nektarmynd sem maður bað ekki um. Því miður er þetta alltof algengt en það er ekki við þig að sakast. Það besta sem þú getur gert er að láta einstaklinginn vita að þetta er stafrænt ofbeldi og er ólöglegt.

Stafrænt ofbeldi

Þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig á einhvern hátt, þá er það stafrænt ofbeldi.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.