Kynferðislegt efni
Þegar við tölum um kynferðislegt efni þá getur það verið myndir, myndbönd, texti eða hljóð.
Það getur verið nektarmyndir sem sýna kynfæri, myndbönd sem sýna eitthvað kynferðislegt eða kynferðislegur texti eða hljóð.
Það er stafrænt kynferðisofbeldi þegar einhver tekur eða deilir kynferðislegri efni af þér án leyfis. Það er líka ólöglegt að hóta að deila kynferðislegu efni eða senda það án samþykkis móttakanda.

Það þarf alltaf samþykki til að deila kynferðislegu efni af öðrum
Þegar við tölum um kynferðislegt efni þá getur það verið myndir, myndbönd, texti eða hljóð.
Það getur verið nektarmyndir sem sýna kynfæri, myndbönd sem sýna eitthvað kynferðislegt eða kynferðislegur texti eða hljóð.
Það er ekkert að því að taka og senda kynferðislegt efni af sér eða öðrum ef allir aðilar samþykkja upptökuna. Því fylgir viss áhætta samt svo þá er mikilvægt að treysta öllum aðilum.
Það er ólöglegt ef kynferðislegt efni af þér er tekið og dreift eða birt án leyfis.
Það er líka ólöglegt ef einhver hótar að gera þessa hluti eða þrýstir á þig til að taka myndir, myndbönd eða hljóð.
Það er líka brot ef einhver sendir þér kynferðislegt efni af sér án þíns leyfis.
Þetta kallast vanalega stafrænt kynferðisofbeldi því oftast er stafræn tækni notuð, eins og netið og símar. Það sama á við um framkallaðar ljósmyndir og annað efni sem er ekki stafrænt.
Stundum er þetta líka kallað hrelliklám og hefndarklám, en lagalega hugtakið er brot gegn kynferðislegri friðhelgi.
Það er alveg jafn bannað og ólöglegt að dreifa fölsuðu kynferðislegu efni af fólki eins og alvöru efni.
Fólk sem verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi getur upplifað mikla vanlíðan, niðurlægingu, skömm og áhyggjur. Að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi getur haft jafn miklar afleiðingar og kynferðisofbeldi í raunheiminum.
Dæmi um stafrænt kynferðisofbeldi er ef einhver...
Það skiptir engu máli hvort að myndin er tekin með vilja þess sem er á henni eða ekki. Bara sá sem er á myndinni má ráða hver fær að sjá myndina og hvar hún er birt.
Það er líka ólöglegt að senda áfram kynferðislegt efni af öðrum ef þú veist ekki hvort viðkomandi manneskja hefur gefið leyfi. Þótt þú getir sent myndina áttu ekki að gera það.
Það er löglegt að unglingar 15 til 18 ára sendi kynferðislegt efni af sér til annarra á svipuðum aldri og þroska ef allir aðilar eru því samþykkir og treysta hvor öðrum. Það er samt alltaf áhætta sem fylgir því að deila kynferðislegri mynd með öðrum.
Það er alltaf ólöglegt að senda kynferðislega mynd til einhvers sem bað ekki um hana, til dæmis typpamynd.
Börn geta ekki gefið leyfi og það er alltaf ólöglegt þegar fullorðnir (eldri en 18 ára) taka kynferðislegt efni af börnum (undir 18 ára) eða senda þeim kynferðislegt efni.
Hér eru ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu.


Vantar þig svar þegar einhver sendir þér nektarmynd sem þú baðst ekki um? Eða þegar einhver biður þig að senda nektarmynd af þér? Hér eru hugmyndir að svörum sem segja hvað sé ólöglegt.
Það er alltaf betra að segja frá ef þú hefur lent í ofbeldi, alveg sama hversu langt síðan það átti sér stað. Þú getur haft samband við Stígamót sem eru samtök sem hjálpa fólki eldri en 18 ára sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Börn og ungmenni undir 20 ára geta fengið ráðgjöf á netspjallinu Sjúkt spjall.








Samþykki þýðir að veita leyfi fyrir kynlífi eða kynferðislegum hlutum af frjálsum vilja. Samþykki þýðir ekki endilega „já“ eða „nei“. Það getur líka verið veitt með öðrum orðum eða líkamlegri tjáningu.