Kynferðislegt áreitni er ofbeldi
Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni.
Áreitnin getur verið með orðum, táknræn, líkamleg eða stafræn. Hegðunin er óvelkomin og ekki gerð með samþykki þess sem verður fyrir áreitinu.
Dæmi um kynferðislega áreitni:
- Kynferðislegar athugasemdir eða brandarar.
- Að flauta kynferðislega á eftir einhverjum.
- Kynferðislegar myndir eða skilaboð send.
- Óvelkomnar beiðnir um kynferðislega mynd.
- Þrálát boð á stefnumót eða um kynlíf þrátt fyrir ítrekaðar neitanir.
- Káf, strokur eða óvelkomin snerting, innan klæða sem utan.
Kynferðisleg áreitni getur átt sér stað á vinnustöðum, skólum, innan stofnanna, í vinahópum, á skemmtistöðum, í íþróttastarfi, á netinu og í raun hvar sem er.