
Sigurhæðir á Selfossi
Sigurhæðir eru þjónusta á Suðurlandi við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þar færðu samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum.

Hefur þú orðið fyrir ofbeldi?
Sigurhæðir bjóða samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum. Öll þjónusta er ókeypis.
Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Lögregla er til staðar innan Sigurhæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og sömuleiðis er lögfræðileg ráðgjöf í boði. Einnig er í boði að fá markþjálfun, sem er aðstoð við að setja sér markmið í námi og starfi, og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.
Konur búsettar á Suðurlandi og aðstandendur þeirra geta komið, hringt og pantað viðtöl til að fá stuðning, ráðgjöf og upplýsingar. Þangað er hægt að komast í hjólastól. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft.
Sigurhæðir eru á Skólavöllum 1 á Selfossi. Gengið inn frá Bankavegi á móti Sundhöll Selfoss. Þar er opið á mánudögum frá 16–21, miðvikudögum frá 15-19 og föstudögum frá 10-17. Hægt er að bóka viðtal gegnum vefsíðuna þeirra eða hringja í síma 834 5566. Þú getur líka sent tölvupóst á sigur@sigurhaedir.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Skólavellir 1, 800 Selfossi. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Aðgengi er fyrir hjólastóla á neðri hæð hússins.Tungumál
Íslenska, English. Tungumála- og táknmálstúlkun.
Sigurhæðir hjálpa konum á Suðurlandi sem hafa orðið fyrir ofbeldi.
Alhliða þjónusta á einum stað
Soroptímistaklúbbur Suðurlands stofnaði Sigurhæðir, úrræði með faglegri þjónustu við sunnlenskar konur frá 18 ára aldri sem orðið hafa fyrir ofbeldi.