Beint í efni

Öruggt umhverfi

Samskiptaráðgjafi aðstoðar öll í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Einelti, áreitni og hvers konar ofbeldi er ekki liðið innan íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Þú getur talað við samskiptaráðgjafa og fengið hjálp vegna atvika sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Samskiptaráðgjafi hjálpar við að koma kvörtun á framfæri við rétt yfirvöld.

Öll sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þau telja sig hafa orðið fyrir í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarf. Þar á meðal börn, ungmenni og fullorðnir, þátttakendur, iðkendur, starfsmenn, sjálfboðaliðar og stjórnarfólk.

Þú getur fengið ókeypis ráðgjöf ef þú hefur orðið fyrir eða orðið vitni að einelti, kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í íþróttum eða æskulýðsstarfi. Þú getur pantað viðtalstíma eða fengið upplýsingar í síma 839-9100 eða senda tölvupóst á sigurbjorg@dmg.is. Það er opinn símatími alla þriðjudaga frá kl. 10-11. Þú getur líka reynt að hringja á dagvinnutíma utan símatíma og þá er svarað ef samskiptaráðgjafi er á lausu. Þegar haft er samband við samskiptaráðgjafa er ákveðið ferli sem unnið er eftir.

Önnur úrræði

Skoða öll úrræði

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Félagsþjónusta sveitar­félaganna

Félags- og velferðarþjónustur sveitarfélaganna veita fjölbreyttan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.