
Samskiptaráðgjafi
Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Öruggt umhverfi
Samskiptaráðgjafi aðstoðar öll í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Einelti, áreitni og hvers konar ofbeldi er ekki liðið innan íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Þú getur talað við samskiptaráðgjafa og fengið ókeypis ráðgjöf vegna atvika sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Samskiptaráðgjafi hjálpar við að koma kvörtun á framfæri við rétt yfirvöld.
Öll sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þau telja sig hafa orðið fyrir eða orðið vitni að í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Þar á meðal börn, ungmenni og fullorðnir, þátttakendur, iðkendur, starfsmenn, sjálfboðaliðar og stjórnarfólk.
Þú getur pantað viðtalstíma eða fengið upplýsingar í síma 839 9100 eða senda tölvupóst á samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is.
Það er opinn símatími alla þriðjudaga frá 10 til 11. Þú getur líka reynt að hringja á dagvinnutíma utan símatíma og þá er svarað ef samskiptaráðgjafi er á lausu. Þegar haft er samband við samskiptaráðgjafa er unnið eftir ákveðnu ferli.
Símanúmer
Heimilisfang
Þverholt 14, 105 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Aðgengi
HjólastólaaðgangurTungumál
Íslenska, English



Einelti
Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðvað einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.
