Landsteymið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfrækir stuðnings- og ráðgjafarteymi, Landsteymi, sem hefur það hlutverk að styðja við börn, foreldra og starfsfólk á öllum skólastigum sem hafa þörf fyrir aukinn stuðning í skólaumhverfinu.

Verkferlar Landsteymis
- Mál berst til teymis og ráðgjafi er tengdur við málið.
- Ráðgjafi aflar upplýsinga um það sem hefur verið gert, kortleggur áherslur og næstu skref.
- Út frá kortlagningu er tekin ákvörðun um hvort mál fari í vinnslu hjá Landsteymi, ef ekki eru veittar leiðbeiningar um hvert annað sé hægt að leita.
- Við vinnslu máls er ráðgjöf veitt jafnt og þétt. Miða skal við að Landsteymi stígi til hliðar þegar mál eru komin í farveg og frekari vinnsla verði t.d. í höndum málstjóra eða tengiliðar farsældar.
Hverjir geta leitað til Landsteymis?
- Börn
- Foreldrar
- Kennarar og starfsfólk skóla
- Starfsfólk frístundastarfs
- Skólaþjónusta
- Sveitarfélög
- Barnavernd
- Heilbrigðisstofnanir
- Aðrir aðilar sem starfa með börnum
Hægt er að hafa samband við Landsteymið með því að:
- Fylla út beiðni á vefsíðu Landsteymis.
- Fyrirspurnir má senda á landsteymi@midstodmenntunar.is.
Beiðnir sem berast Landsteymi eru teknar fyrir í byrjun viku og ráðgjafi hefur fljótlega samband eftir það.
Heimilisfang
Víkurhvarf 3, 203, Kópavogur. Skoða á kortiTölvupóstur
Aðgengi
Gott aðgengi er fyrir öll.Tungumál
Boðið er upp á túlk á því tungumáli sem þörf er á. Einnig er hægt að fá táknmálstúlk.