Lands­teymið

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu starfrækir stuðnings- og ráðgjafarteymi, Landsteymi, sem hefur það hlutverk að styðja við börn, foreldra og starfsfólk á öllum skólastigum sem hafa þörf fyrir aukinn stuðning í skólaumhverfinu.

Verkferlar Landsteymis

  1. Mál berst til teymis og ráðgjafi er tengdur við málið.
  2. Ráðgjafi aflar upplýsinga um það sem hefur verið gert, kortleggur áherslur og næstu skref.
  3. Út frá kortlagningu er tekin ákvörðun um hvort mál fari í vinnslu hjá Landsteymi, ef ekki eru veittar leiðbeiningar um hvert annað sé hægt að leita.
  4. Við vinnslu máls er ráðgjöf veitt jafnt og þétt. Miða skal við að Landsteymi stígi til hliðar þegar mál eru komin í farveg og frekari vinnsla verði t.d. í höndum málstjóra eða tengiliðar farsældar.

Hverjir geta leitað til Landsteymis?

  • Börn
  • Foreldrar
  • Kennarar og starfsfólk skóla
  • Starfsfólk frístundastarfs
  • Skólaþjónusta
  • Sveitarfélög
  • Barnavernd
  • Heilbrigðisstofnanir
  • Aðrir aðilar sem starfa með börnum

Hægt er að hafa samband við Landsteymið með því að:

Beiðnir sem berast Landsteymi eru teknar fyrir í byrjun viku og ráðgjafi hefur fljótlega samband eftir það.