Beint í efni

Fagráð eineltismála

Fagráð eineltismála veitir ráðgjöf í eineltismálum sem varða nemendur í grunn- og framhaldsskólum.

Ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn málsins innan skóla eða sveitarfélags eða vegna meints aðgerðaleysis sömu aðila, er hægt að vísa eineltismálum til fagráðsins. Fagráðið leitast þá við að ná ásættanlegri úrlausn í málinu og gefa út ráðgefandi álit á grund­velli þeirra gagna og upplýsinga er ráðinu berast í tilteknu máli. Sjá nánar leiðbeiningar um vísun máls hér: https://mms.is/visun-mals

Þeir sem geta leitað til fagráðs eru: nemendur, foreldrar/forráðamenn, starfsfólk skóla og aðrir sem starfa með börnum í starfi sem hefur stoð í grunnskólalögum. Þetta á líka við um frístundaheimili fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla, félags- og tómstundastarf á vegum skóla, starfsemi skólabúða, vettvangsferðir, skólaferðalög á vegum skóla eða foreldra og allrar annarrar starfsemi á vegum grunnskóla.

Í fagráði eineltismála eru sex einstaklingar sem eru skipaðir af mennta- og barnamálaráðherra.

Úrræði

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu þeirra er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.