Fagráð eineltismála

Fagráð eineltismála veitir ráðgjöf í eineltismálum fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum.

Ef það tekst ekki að finna fullnægjandi lausn á einelti innan skóla eða sveitarfélags (eða vegna aðgerðaleysis þeirra) er hægt að vísa eineltismálum til fagráðsins. Fagráðið reynir þá að ná ásættanlegri úrlausn og gefur út ráðgefandi álit, byggt á gögnum og upplýsingum varðandi málið. Hægt er að lesa meira um vísun máls á hér.

Þau sem geta leitað til fagráðs eru: nemendur, foreldrar og forsjáraðilar, starfsfólk grunn- og framhaldskóla og öll sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi .

Þetta á við eftirfarandi starf grunnskóla:

  • frístundaheimili fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla
  • félags- og tómstundastarf á vegum skóla
  • starfsemi skólabúða
  • vettvangsferðir, skólaferðalög
  • önnur starfsemi á vegum grunnskóla

Þú vísar máli til fagráðsins með því að senda tölvupóst á fagrad@mms.is.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu þeirra er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Einelti

Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðvað einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.