
Barnaheill
Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu þeirra er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Tilkynna óæskilega hegðun
Barnaheill eru samtök sem vinna að réttindum og velferð barna. Þau hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hjá þeim geturðu fengið ráðgjöf um hvernig bregðast megi sem best við aðstæðum sem varða börn. Þú getur meðal annars leitað til þeirra með lögfræðileg mál eða vegna ofbeldis gegn börnum.
Á vefsíðu þeirra er hægt að tilkynna ólöglegt og óviðeigandi efni þar sem börn birtast eða er beint að börnum. Börn geta tilkynnt efni sem varðar þau sjálf eða aðra. Tilkynningar eru nafnlausar og eru sendar áfram til lögreglu.
Dæmi um efni sem ætti að tilkynna er:
- nektarmyndir eða myndbönd af börnum
- áreitni með myndum eða orðum
- hvers konar ofbeldi
- hótanir, einelti
- boð um áfengi og vímuefni
- mansal
- vændi
- hatursfullt tal
- önnur óæskileg hegðun
Ef þig grunar að barn er beitt ofbeldi er þér skylt að tilkynna það til barnaverndar. Mundu að barn á alltaf að njóta vafans. Til að tilkynna getur þú annað hvort hringt í 112 eða notað netspjall 112. Til að fá ráðgjöf hjá Barnaheill, hringdu í síma 553 5900 eða sendu þeim tölvupóst á radgjof@barnaheill.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Fákafen 9, 108 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Tungumál
Íslenska, english, polskie og คนไทย.
Hjá Barnaheill geturðu fengið ráðgjöf um málefni barna.
Ábendingalína Barnaheilla
Þú getur hjálpað til við að eyða því versta. Barnaheill tekur við tilkynningum um óæskilega hegðun gagnvart börnum á netinu og kemur því áfram til lögreglu.
Barnasáttmálinn fjallar um vernd barna og réttindi þeirra.
Stafrænt ofbeldi
Stafrænt ofbeldi er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.