
Lögreglan
Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

Ofbeldismál í forgangi
Þú getur talað við lögregluna ef einhver hefur ráðist á þig, meitt þig eða gert eitthvað við þig sem þú vildir ekki. Ofbeldi í nánum samböndum er í forgangi hjá lögreglu. Hægt er að hringja eða senda sms í 112, nota netspjall 112 eða fara á næstu lögreglustöð.
Það er einnig hægt að tala við lögregluþjón í Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri. Það getur oft verið þægilegra. Þar er engin pressa á ákæru. Allt er tekið á þínum forsendum.
Símanúmer
Neyðarverðir koma þér í samband við lögreglu ef þig vantar aðstoð vegna ofbeldis.



Ættirðu að kæra eða ekki?
Þetta er stór spurning sem aðeins þú getur svarað. Það er mikilvægt að gerandinn beri ábyrgð á broti sínu. Það tekur þó tíma og krefst vinnu að sjá til þess að réttvísin nái fram að ganga.
