Það þarf alltaf samþykki til að deila kynferðislegu efni af öðrum

Það getur til dæmis verið stafrænt ofbeldi ef einhver:

  • sendir þér óumbeðnar kynferðislegar myndir, myndbönd eða skilaboð
  • tekur kynferðislegar myndir eða myndbönd af þér í leyfisleysi
  • dreifir kynferðislegu efni af þér á vefsíðum eða til annarra, til dæmis mynd, myndbandi, hljóðupptöku eða skilaboðum
  • dreifir fölsuðu kynferðislegu efni af þér
  • þrýstir á þig til að senda sér nektarmyndir eða myndbönd af þér
  • hótar að dreifa kynferðislegu efni af þér
  • sendir áfram kynferðislegt efni af öðrum ef ekki ert vitað hvort viðkomandi hefur gefið leyfi.

Þetta kallast vanalega stafrænt kynferðisofbeldi því oftast er stafræn tækni notuð, eins og netið og símar. En það sama á við um framkallaðar ljósmyndir og annað efni sem er ekki stafrænt.

Mega unglingar senda nektarmyndir af sér?

Það er í lagi að unglingar 15 til 18 ára sendi kynferðislegt efni af sér til annarra á svipuðum aldri og þroska – ef allir aðilar eru því samþykkir. Það er alltaf ólöglegt að senda óumbeðna mynd til einhvers, til dæmis typpamynd.

Börn geta ekki gefið leyfi og það er alltaf ólöglegt þegar fullorðnir (eldri en 18 ára) taka kynferðislegt efni af börnum (undir 18 ára) eða senda þeim kynferðislegt efni.

Fáðu hjálp

Það er alltaf betra að segja frá ef þú hefur lent í ofbeldi, alveg sama hversu langt síðan það átti sér stað. Gott er að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Þú getur líka fengið ráðgjöf á netspjallinu Sjúkt spjall.

Ef þú óttast að mynd geti farið í dreifingu eða grunar að hún sé farin í dreifingu er hægt að láta vita hjá TakeItDown og þá er unnið með samfélagsmiðlunum um að passa að hún sjáist ekki.

Hvað segja krakkar um að senda eða deila nektarmynd?

Hvað áttu að gera ef þú lendir í áreiti á netinu?

Börn og unglingar lenda stundum í óviðeigandi hegðun á netinu. Til dæmis að verða fyrir neteinelti eða að kynferðislegum myndum sé deilt án þess að þú leyfir það.

Hefurðu séð ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu?

Þú getur tilkynnt efni til Ábendingalínunnar.

Tilkynningar berast til lögreglunnar. Lögreglan geymir ekki persónuupplýsingar um þig í tengslum við tilkynningu þína. En ef þú gefur upp nafn, netfang eða símanúmer er mögulega haft samband við þig til að auðvelda rannsóknina.

Stuttmynd um stafrænt kynferðisofbeldi

Myndin er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir sem eru sendar í trúnaði fara á flakk.

Svar við óviðeigandi beiðnum um nektarmynd

Vantar þig svar til að senda til baka þegar einhver sendir þér nektarmynd sem þú baðst ekki um? Eða þegar einhver biður þig að senda nektarmynd af þér? Hér eru hugmyndir að skjáskotum sem þú getur svarað með.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Andri

Andri var mjög glaður þegar hann sópaði myndinni af Helgu til hægri og komst að því að hún hafði líka áhuga á honum. Þau voru í sama menntaskóla, Helga einu ári eldri, vinsæl og miklu sætari – að Andra mati. Þau byrja að spjalla gegnum appið og fara fljótlega að daðra.

En nú líður Andra mjög illa, Helga bað hann um nektarmynd af sér og ætlaði að senda af sér til baka sem hún gerði svo aldrei. Helga sendi myndina á vini sína og nú eru þeir allir að mæla út nakinn líkama Andra. Helgu finnst þetta allt saman fyndið og gerir lítið úr mótmælum Andra. Hún birti meira að segja spjallið þeirra á Insta og allir krakkarnir í skólanum eru búnir að læka það.

Er þetta ofbeldi? Veldu svar:

Öruggari leiðir til að nota tölvur og síma

Passaðu upp á öryggi þitt með því að tryggja að tækin þín séu ekki viljandi eða óviljandi að deila persónulegum upplýsingum sem þú vilt ekki að fari lengra.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.