Það þarf alltaf samþykki til að deila kynferðislegu efni af öðrum
Það getur til dæmis verið stafrænt ofbeldi ef einhver:
- sendir þér óumbeðnar kynferðislegar myndir, myndbönd eða skilaboð
- tekur kynferðislegar myndir eða myndbönd af þér í leyfisleysi
- dreifir kynferðislegu efni af þér á vefsíðum eða til annarra, til dæmis mynd, myndbandi, hljóðupptöku eða skilaboðum
- dreifir fölsuðu kynferðislegu efni af þér
- þrýstir á þig til að senda sér nektarmyndir eða myndbönd af þér
- hótar að dreifa kynferðislegu efni af þér
- sendir áfram kynferðislegt efni af öðrum ef ekki ert vitað hvort viðkomandi hefur gefið leyfi.
Þetta kallast vanalega stafrænt kynferðisofbeldi því oftast er stafræn tækni notuð, eins og netið og símar. En það sama á við um framkallaðar ljósmyndir og annað efni sem er ekki stafrænt.
Mega unglingar senda nektarmyndir af sér?
Það er í lagi að unglingar 15 til 18 ára sendi kynferðislegt efni af sér til annarra á svipuðum aldri og þroska – ef allir aðilar eru því samþykkir. Það er alltaf ólöglegt að senda óumbeðna mynd til einhvers, til dæmis typpamynd.
Börn geta ekki gefið leyfi og það er alltaf ólöglegt þegar fullorðnir (eldri en 18 ára) taka kynferðislegt efni af börnum (undir 18 ára) eða senda þeim kynferðislegt efni.
Fáðu hjálp
Það er alltaf betra að segja frá ef þú hefur lent í ofbeldi, alveg sama hversu langt síðan það átti sér stað. Gott er að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Þú getur líka fengið ráðgjöf á netspjallinu Sjúkt spjall.
Ef þú óttast að mynd geti farið í dreifingu eða grunar að hún sé farin í dreifingu er hægt að láta vita hjá TakeItDown og þá er unnið með samfélagsmiðlunum um að passa að hún sjáist ekki.