Slagsmál

Líkamsárásir geta haft mjög alvarlegar afleiðingar, fyrir alla sem tengjast ofbeldinu.

  • Eitt högg getur drepið eða skaðað og fólk þarf lifa með því allt sitt líf.
  • Ef þú horfir á slagsmál, þá ertu að taka þátt í slagsmálunum.
  • Ofbeldi fylgja hræðilegar andlegar afleiðingar, bæði fyrir þau sem verða fyrir ofbeldinu og beita því.
  • Lagalegar afleiðingar bíða þeirra sem beita ofbeldi, líka þeirra sem taka upp í staðinn fyrir að hringja í 112.

Fólk sem horfir á og hvetur slagsmálin áfram eða gerir ekki neitt er að taka þátt í ofbeldinu. Ef þú verður vitni að slagsmálum er best að ganga í burtu og láta lögreglu vita með því að hafa samband við 112. Það gæti bjargað mannslífi.

Ef þú horfir á myndband af slagsmálum á netinu án þess að láta einhvern fullorðinn vita ertu að taka þátt í ofbeldinu og segja að þessi hegðun sé í lagi. Ef þú veist um þannig myndband ættirðu að tilkynna það til lögreglu.

Hvenær verða unglingar sakhæfir?

Unglingar verða sakhæfir 15 ára gamlir. Það þýðir að þá má refsa þeim samkvæmt lögum ef þeir brjóta af sér. Það má handtaka þá og úrskurða í gæsluvarðhald. Barnavernd og foreldrar fá alltaf tilkynningu þegar þett gerist vegna þess að sérreglur gilda um unglinga til 18 ára aldurs.

Hvað segja krakkar um að deila slagsmálavideoi?

Hefurðu lent í áreitni á netinu?

Neteinelti

Áhrif af neteinelti eru íþyngjandi og langvarandi. Þegar neteinelti fer af stað er mjög erfitt að stöðva það og sá sem verður fyrir því er aldrei óhultur.

Ofbeldi á meðal ungmenna

Endurtekið ofbeldi er Einelti, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Að horfa á einelti og gera ekki neitt er það sama og taka þátt. Þú getur haft áhrif og komið í veg fyrir einelti. Til þess þarf að vita hvað einelti er og passa að aðrir viti það líka.

Einelti getur verið:

  • Líkamlegt. Högg, spörk, hrindingar.
  • Munnlegt. Uppnefni, ljótar athugasemdir, endurtekin stríðni.
  • Skriflegt. Neikvæð skilaboð á netinu eða síma, krot, bréfasendingar.
  • Óbeint. Baktal, útskúfun, útilokun úr vinahópi.
  • Efnislegt. Hlutum stolið eða skemmdir.
  • Andlegt. Þvingun til að gera eitthvað gegn vilja sínum.

Gegn einelti

Stafrænt kynferðisofbeldi

Það er ekkert að því að taka og senda kynferðislega mynd af sér eða öðrum ef allir aðilar eru til í það. En þegar það er gert án leyfis er það ólöglegt.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.