Meðferðarúrræði
Starfsfólk barnaverndar getur sótt um eftirfarandi úrræði hjá BOFS:
- MST er fyrir fjölskyldur 12-18 ára barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda sem birtist í afskiptum lögreglu, erfiðleikum í skóla, ofbeldi og vímuefnanotkun.
- Meðferðin tekur 3-5 mánuði og felst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna.
- Markmiðið er að barnið búi heima hjá sér, stundi skóla eða vinnu, komist ekki í kast við lögin, noti ekki vímuefni og beiti ekki ofbeldi.
- Sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunar.
- Markmiðið er að styðja við barnið, draga úr neikvæðum afleiðingum hegðunarinnar fyrir barnið sjálft og minnka líkur á því að hegðunin endurtaki sig.
- Einnig er forsjáraðilum barnsins veitt fagleg ráðgjöf.
Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðisofbeldi, líkamlegu ofbeldi eða heimilisofbeldi.
Barna- og fjölskyldustofa sér um rekstur meðferðarheimila fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan hegðunar- og fíknivanda.
Meðferðadeild Stuðla
- Fyrir 12-18 ára börn sem eiga við margvísleg vandamál að stríða.
- Á meðferðardeildinni fer fram greining á vanda barna og meðferð sem tekur 6-8 vikur.
Meðferðarheimilið Bjargey
- Fyrir 13–18 ára börn sem hafa áður verið í meðferð á Stuðlum.
- Ástæður meðferðar eru meðal annars hegðunarröskun, afbrotahegðun, ofbeldi og notkun vímuefna.
Stuðningsheimili
Fyrir ungmenni sem hafa farið í meðferð á Stuðlum en þurfa á frekari stuðning að halda.
- Fósturheimili eru notuð þegar barnaverndarnefnd felur fósturforeldrum umsjá barns.
- Ástæður þess að börn fara í fóstur geta verið erfiðleikar barns eða að það vanti upp á viðunandi uppeldisaðstæður.
- Fósturráðstafanir geta verið tímabundið fóstur, varanlegt fóstur og styrkt fóstur.
- Í langflestum tilvikum er fósturráðstöfun gerð með samþykki og vilja foreldra en stundum þarf að grípa til þess án samþykkis málsaðila og þá fjalla dómstólar um málin.