Áhættuhegðun barns
Ef barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar, eða er líklegt til að skaða, heilsu þess og þroska kallast það áhættuhegðun. Þetta gerist ekki bara á „vandræðaheimilum“ heldur geta allar fjölskyldur lent í þessu.
Dæmi um áhættuhegðun barns er:
- Neysla áfengis eða vímuefna.
- Sjálfskaði með því að veita sér áverka.
- Að barn beiti aðra ofbeldi.
- Að barn áreiti annað barn kynferðislega.
- Erfiðleikar barns í skóla þrátt fyrir aðhald foreldra.
- Að barn brýtur af sér, til dæmis skemmdarverk eða fari ekki eftir lögbundnum útivistartíma.
- Að stunda óöruggt kynlíf.
Börn sem beita ofbeldi
Börn geta meðal annars beitt ofbeldi vegna vanlíðunar, geðrænna erfiðleika, skorts á viðeigandi aðstoð og vanhæfni í samskiptum. Kennarar, starfsfólk skóla og stjórnendur bera ábyrgð á að koma til móts við þarfir nemenda og hjálpa þeim að þroskast við öruggar aðstæður.
Það er mikilvægt að ofbeldi innan veggja skóla sé tekið föstum tökum, að faglegur stuðningur sé til staðar og að skólayfirvöld og aðrar opinberar stofnanir koma markvisst að málefnum nemenda með sérhæfða erfiðleika.