Á ég að láta limlesta dóttur mína?
Svarið er einfalt: Nei.
Ef það er verið að þrýsta á þig að láta limlesta dóttur þína þá geturðu talað við ljósmóður þína. Hún mun geta leiðbeint þér.
Þú getur líka talað við hjúkrunarfræðing hjá annarri heilsugæslu en þú ferð til.
Limlesting á börnum er alltaf bæði barnaverndarmál og lögreglumál.
Þú getur líka farið beint til Barnaverndar til að koma í veg fyrir að limlesting verði gerð.
Sama hvað þér hefur verið sagt, þetta eykur ekki hreinlæti heldur eykur líkur á sýkingum. Ef hún býr á Íslandi og er limlest þá mun það gera líf hennar erfiðara, ekki auðveldara.
Það er þitt hlutverk sem foreldri að vernda barnið þitt frá skaða sama hversu erfitt það getur verið.
Svör sem þú getur notað
- Ég tek ekki áhættu með dóttur mína, hún gæti dáið eða þurft að lifa með verki alla sína ævi.
- Á Íslandi hef ég val að sleppa þessari siðvenju. Þess vegna vel ég að gera þetta ekki.
- Ég virði mannréttindi.
- Ég vil að dóttir mín ráði sjálf yfir sínum líkama.
- Ég kenni dóttur minni góða siði og gildi svo hún verði góð manneskja.
- Ég vil að dóttir mín giftist góðum manni sem ber virðingu fyrir henni og vill ekki taka eitthvað burt frá henni.
- Ég elska og er stolt/ur af landi mínu og menningu – en ekki þessari siðvenju.
- Unnið er að því að stoppa limlestingar á kynfærum kvenna þar sem þessi siðvenja er enn.
- Limlesting á kynfærum kvenna er nú bönnuð í meira 30 löndum þar sem hún tíðkaðist áður.
Listi fenginn frá Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu.