Limlestingar á kynfærum kvenna - Upplýsingar fyrir unglinga

Limlestingar á kynfærum kvenna er misþyrming og ofbeldi sem er ólöglegt á Íslandi.

Hvað er limlestingar á kynfærum kvenna?

Limlestingar á kynfærum kvenna (enska: Female Genital Mutilation - FGM) er stundum kallaður umskurður kvenna og er hefð í sumum löndum.

  • Þessi hefð er algengust í sumum Afríkulöndum, Mið-Austurlöndum og í Suður-Asíu.
  • Limlestingar á kynfærum kvenna er alvarlegt líkamlegt ofbeldi og er ólögleg á Íslandi.
  • Hægt er að dæma einstakling í allt að 16 ára fangelsi fyrir verknaðinn.

Mikilvægt að muna

  • Margar tegundir af aðgerðum eru gerðar á kynfærum kvenna.
  • Allar aðgerðir sem eru ekki gerðar út af læknisfræðilegum ástæðum eru limlesting.
  • Limlesting kvenna er ekki gerð út af trú. Hvorki Biblían né Kóraninn tala um það og þau samfélög sem stunda limlestingar eru bæði kristin jafnt og íslömsk.

Hvaða vandamál getur limlesting á kynfærum valdið?

Limlestingar á kynfærum eru gerðar til þess að koma í veg fyrir að konur fái ánægju af kynlífi eða til að koma í veg fyrir að þær geti stundað kynlíf nema með framtíðar eiginmanni.

Konur sem voru limlestar sem börn eiga oft við allskonar vandamál í lífinu eins og:

  • Endurteknar sýkingar.
  • Erfiðleikar við að pissa.
  • Erfiðleikar við tíðablæðingar.
  • Sársauka og óþægindi í kynlífi.
  • Andleg vandamál.
  • Félagsleg vandamál.

Hvert get ég farið til að fá hjálp?

Ef þú heldur eða veist að þú ert þolandi limlestingar þá geturðu leitað til fullorðinnar manneskju sem þú getur treyst eins og:

  • Traustum kennara
  • Námsráðgjafa
  • Skólahjúkrunarfræðing
  • Skólasálfræðing
  • Heimilislækni
  • Hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa fengið þjálfun varðandi þetta og geta hjálpað þér.

  • Þú getur farið í heilsugæslu og beðið um að fá að tala við hjúkrunarfræðing.
  • Ef þér finnst óþægilegt að fara þá geturðu hringt í heilsugæslu og beðið um að fá símtal frá hjúkrunarfræðing.

Þú þarft ekki að fara til þinnar heilsugæslu eða tala við þinn heimilislækni.

Ef þú telur að vinkona sé þolandi limlestingar

Ef þú sérð eitthvað sem lætur þig halda að vinkona eða bekkjarsystir hafi orðið fyrir limlestingu þá er mjög mikilvægt að þú farir ekki að tala um það við jafnaldra þína. Það getur orðið til þess að stelpan verði fyrir stríðni eða öðru. Þú átt frekar að tala við fullorðinn einstakling sem þú treystir, eins og foreldra þína.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Læknir.

Heilsuvera

Á vef Heilsuveru er hægt að tala við hjúkrunarfræðing gegnum netspjall. Á vefnum eru upplýsingar um allt varðandi heilsu.

Glöð börn að hoppa út í sundlaug.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill eru barnaréttindasamtök sem standa vörð um réttindi barna, berjast gegn einelti og kynferðisofbeldi á börnum. Samtökin leggja áherslu á að efla áhrifamátt barna í samfélaginu.

Umboðsmaður Barna Merki

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.