Hvað er limlestingar á kynfærum kvenna?
Limlestingar á kynfærum kvenna (enska: Female Genital Mutilation - FGM) er stundum kallaður umskurður kvenna og er hefð í sumum löndum.
- Þessi hefð er algengust í sumum Afríkulöndum, Mið-Austurlöndum og í Suður-Asíu.
- Limlestingar á kynfærum kvenna er alvarlegt líkamlegt ofbeldi og er ólögleg á Íslandi.
- Hægt er að dæma einstakling í allt að 16 ára fangelsi fyrir verknaðinn.
Mikilvægt að muna
- Margar tegundir af aðgerðum eru gerðar á kynfærum kvenna.
- Allar aðgerðir sem eru ekki gerðar út af læknisfræðilegum ástæðum eru limlesting.
- Limlesting kvenna er ekki gerð út af trú. Hvorki Biblían né Kóraninn tala um það og þau samfélög sem stunda limlestingar eru bæði kristin jafnt og íslömsk.









