Uppeldi

Uppeldishlutverkið hefst strax við fæðingu barns og felur í sér að annast barnið, vernda, kenna því og veita leiðsögn. Markmið góðs uppeldis er að barnið verði heilbrigt, vel aðlagað, hamingjusamt og hafi færni sem gagnast því í framtíðinni. Uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né kemur sjálfkrafa, heldur tekur tíma að tileinka sér nauðsynlega þekkingu, kunnáttu og hæfni.

Heilsugæslan býður upp á námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar sem er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi. Það hentar foreldrum ungra barna, 6-7 ára aldri. Á námskeiðinu er stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir.

Áhugi foreldra

Áhugi foreldra skiptir öllu máli um það hvernig börnunum okkar gengur. Það þarf ekki að vera flókið, bara að spyrja þau út í hvernig þeim gekk í dag og að sýna áhuga á tómstundum þeirra og áhugamálum skiptir miklu máli.

Öryggi í netsamskiptum barna

Margt er að varast í netsamskiptum og mikilvægt að kenna börnum og unglingum leiðir til að koma í veg fyrir stafræn brot og leiðir til að takast á við það ef það gerist.

Samstarf foreldra, kennara og nemenda

Ein leið til að taka þátt í foreldrastarfi er að bjóða sig fram sem bekkjarfulltrúa. Önnur leið er að mæta og taka virkan þátt í þeim viðburðum sem fara fram í skólanum. Þannig verða samskipti foreldra meiri og betri.

Feður í foreldrastarfi

Guðmundur tekur þátt í foreldrastarfi til að sýna áhuga og að sýna að honum standi ekki á sama. Fyrir honum er þetta líka jafnréttismál. Það er alltof langt algengt að feður gefi ekki kost á sér í foreldrastarf.

Foreldraröltið

Helga tekur þátt í foreldraröltinu þótt unglingurinn hennar sé heima. Þannig kynnist hún umhverfinu sem unglingarnir alast upp í, veit betur hvað gerist í hverfinu og kynnist öðrum foreldrum

Úrræði í boði

Skoða öll úrræði

Foreldrahús

Foreldrahús veitir börnum, unglingum og foreldrum ráðgjöf, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga, áhættuhegðunar og hegðunarvanda. Foreldrasíminn 581 1799 er opinn allan sólarhringinn.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu þeirra er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Fræðsla fyrir yngstu börnin

Það er gott að ræða við yngstu börnin hvaða hegðun sé í lagi og hvað ekki. Hér er efni um einelti og ofbeldi til að sýna börnum á aldrinum 4–9 ára.

Manneskja heldur um gagnaugun og yfir henni vofir regnský. Hún er leið á svipinn.  Önnur manneskja heldur regnhlíf yfir höfði hennar til að skýla henni fyrir regninu.