BACA bregst við kallinu

Góðgerðarsamtökin B.A.C.A. eru hópur bifhjólafólks sem styrkir börn í því að vera ekki hrædd í þeim heimi sem þau lifa, finna styrk og getu til að takast á við lífið eftir ofbeldi. Samtökin vilja senda skýr skilaboð til allra viðkomandi að þetta barn er hluti af þeirra samtökum og að þau séu reiðubúin að veita andlegan og líkamlegan stuðning með aðkomu sinni og nærveru.

Þegar þú sendir hjálparbeiðni fer barnatengiliður af stað og undirbýr aðkomu B.A.C.A. Ítarleg kynning á starfsháttum samtakanna á sér stað fyrir fjölskyldu, en barnið hefur svo alltaf að lokum að öllu leyti valið um aðkomu B.A.C.A.

Barnið fær að velja sér „roadname“ og „patcha“ sem fara á vesti barnsins, sem það fær afhent í inntökuathöfn. Barnið fær tvo tengiliði sem það getur haft samband við hvenær sem er sólahringsins og eru alltaf til staðar.

Til að falla að skilyrðum B.A.C.A. þurfa mál að hafa verið tilkynnt til lögreglu eða barnaverndar. Unnið er með vitund og samþykki forsjáraðila barnsins og allra annarra sem koma að málinu, svo sem barnavernd, lögreglu, skóla og fagaðila. Þú getur haft samband í hjálparsíma B.A.C.A. 780 2131 sem er opinn allan sólarhringinn. Samtökin vinna mest á höfuðborgarsvæðinu en taka einnig að sér mál frá Borgarnesi til Hvolsvallar.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Vopnabúrið

Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Ofbeldi gegn börnum

Ofbeldi gegn barni hefur langvinnar og alvarlegar afleiðingar langt fram á fullorðinsár. Það er alltaf mikilvægt að stöðva ofbeldið eins fljótt og hægt er og koma börnum til hjálpar.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.