Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.

Barnaverndarlög 16. grein b.

Ofbeldi gegn börnum

Ofbeldi birtist á margan hátt. Það getur verið líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt. Það er líka ofbeldi gegn barni þegar lífi og heilsu ófædds barns er stefnt í hættu.

Afleiðingar ofbeldis geta verið alvarlegar og varað langt fram á fullorðinsár. Dæmi um afleiðingar eru lágt sjálfsmat, kvíði, þunglyndi, aukin hætta á langvinnum sjúkdómum, sjálfsvígshugsanir og áfengis- og vímuefnanotkun.

Barn sem er vitni að heimilisofbeldi hlýtur svipaðan skaða og það sem er beitt ofbeldi. Börn geta líka beitt önnur börn ofbeldi.

Tilkynna ofbeldi

Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að tilkynna það til barnaverndar með því að hringja í 112 eða gegnum netspjall 112.

Þú getur lesið meira um hvernig á að tilkynna og hvað gerist á síðu barnaverndar.

Áhrif ofbeldis á börn

Hafðu samband við 112 ef þig grunar eða veist að barn sé beitt ofbeldi.

Andlegt ofbeldi

Oft er erfitt að greina andlegt eða tilfinningalegt ofbeldi, en það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar, jafnvel verri en líkamlegt ofbeldi. Það er andlegt ofbeldi þegar foreldrar eða aðrir umönnunaraðilar sýna barni viðvarandi neikvætt viðhorf og neikvæðar tilfinningar. Það er líka andlegt ofbeldi þegar barn verður vitni að ofbeldi milli foreldra sinna.

Dæmi um andlegt ofbeldi:

  • Viðhorf eða hegðun sem segir að barnið sé lítilsvirði, engum þyki vænt um það eða enginn vilji sjá það.
  • Algjört aðgerðarleysi, eins og að sýna barninu engar tilfinningar.
  • Þegar barn er móðgað, kallað ljótum nöfnum eða komið fram við það á ómanneskjulegan eða niðrandi hátt.
Sóley er 13 ára stelpa sem ólst upp við ofbeldi. Hún hefur nú flutt á annað heimili með mömmu sinni og bróður þar sem þau lifa nýju lífi í öryggi.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi leiðir til þess að barnið skaðast eða er líklegt til þess. Ofbeldið getur verið sjáanlegt, til dæmis marblettir, skrámur, brunasár eða beinbrot, en stundum sést það ekki.

Dæmi um líkamlegt ofbeldi:

  • Barnið er slegið, hrist, því hent til, brennt eða bundið.
  • Barni er viljandi gefin hættuleg lyf eða annað sem getur skaðað það.
  • Barni er meinað um nauðsynleg lyf.

Er unglingurinn þinn í ofbeldissambandi?

Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkenni á ofbeldissambandi.

Fræðsla fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Mikilvægt er að tryggja öruggt umhverfi í íþrótta- og æskulýðsstarfi og taka skýra afstöðu gegn einelti, ofbeldi og kynferðisbrotum.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Fjóla

Eftir að barnsfaðir Fjólu fór skyndilega frá henni og 3 ára stelpunni þeirra, Ásdísi, leitaði hún meira og meira í áfengi. Því meira sem Fjóla drekkur því oftar gerist það að hún reiðist við Ásdísi sem er mjög lík pabba sínum. Fjóla hefur oft hreytt í Ásdísi að það sé henni að kenna að pabbi hennar fór frá þeim eða segir henni að fara inn í herbergi því hún getur ekki horft upp á hana.

Nágrannakona Fjólu passar oft Ásdísi en þegar Fjóla sækir ekki dóttur sína eitt skiptið fyrr en morguninn eftir veit nágrannakonan ekki alveg hvað hún eigi að gera.

Er þetta ofbeldi?

Aðstoð í boði

Skoða alla aðstoð

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.

Félagsþjónusta sveitar­félaganna

Félags- og velferðarþjónustur sveitarfélaganna veita fjölbreyttan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Bifhjólafólk setur plástur á barn

Bikers Against Child Abuse (BACA)

Bikers Against Child Abuse (BACA) eru samtök sem starfa í þeim tilgangi að veita börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi öruggara umhverfi.

Vanræksla

Vanræksla getur verið bæði tilfinningaleg og líkamleg. Það er vanræksla þegar barn fær ekki þá umönnun og aðbúnað sem því er nauðsynlegt og getur skaðað þroska þess.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.