Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður.

Barnaverndarlög 16. grein a.

Vanræksla

Vanræksla á barni er þegar það er ekki hugsað nógu vel um barnið þannig að skaði getur orðið á þroska þess. Vanræksla getur hafist strax í móðurkviði. Almennt telst það ekki vanræksla þegar þörfum barns er stundum ekki sinnt nógu vel.

Vanræksla skiptist í eftirfarandi fjóra flokka.

Líkamleg vanræksla

 • Barn fær ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
 • Barn fær ekki mat eða föt við hæfi.
 • Hreinlæti barns er ekki fullnægjandi.
 • Húsnæði er ekki íbúðarhæft.

Vanræksla við umsjón og eftirlit

 • Barn er skilið eftir eitt og eftirlitslaust án þess að hafa til þess aldur eða þroska.
 • Barn er skilið eftir hjá óhæfum einstaklingi.
 • Barn er skilið eftir hjá einhverjum óeðlilega lengi.
 • Barn er ekki verndað og jafnvel í hættu vegna annarlegs ástands foreldris vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu.

Vanræksla við nám

 • Barn kemur endurtekið í skólann án nauðsynlegra áhalda eða fatnaðar, og ábendingar til foreldra bera engan árangur.
 • Barn mætir illa í skóla og foreldrar láta það afskiptalaust.
 • Barn er ekki skráð í skóla eða missir mikið úr skóla vegna ólögmætra ástæðna, til dæmis vegna pössunar á yngri systkini eða foreldri vaknar ekki.
 • Foreldrar sinna ekki ábendingum skóla um sérfræðiaðstoð fyrir barnið.

Tilfinningaleg vanræksla

 • Foreldri bregst seint eða ekki við, til dæmis þegar ungbarn grætur eða barn þarfnast stuðnings vegna áfalls.
 • Foreldri örvar ekki andlegan þroska barns, til dæmis með því að láta sem það heyri hvorki í barninu né sjái það.
 • Barn er ofverndað og fær litla hvatningu til að vera sjálfstætt, sem hefur áhrif á þroska þess.
 • Foreldri setur barni ekki eðlileg mörk og beitir því ekki aga.

Hafðu samband við 112 vegna gruns eða vitneskju um barn sem býr við vanrækslu.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu þeirra er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Einelti

Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðva einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.