
Vopnabúrið
Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

Hjálp til sjálfshjálpar
Vopnabúrið er sérúrræði fyrir fjölskyldur, börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda þar sem tekið er m.a. á þáttum andlegs jafnt sem líkamlegs heilbrigðis skjólstæðinga. Þjónustan felur í sér ráðgjafa- og stuðningsviðtöl, meðferðarvinnu, líkamsrækt, tómstundir og félagslega virkni, talsmannsþjónustu, fræðslu og síðast en ekki síst endurgjöf til fagaðila.
Vopnabúrið býður upp á:
- Hjólreiðar
- Hestamennsku
- Líkamsrækt af ýmsum toga
- Akstursíþróttir
- Hugleiðslu og jóga
- Tónlistarvinnslu í stúdíói
- Rafíþróttir
- Pílukast
- Bogfimi
- Skák
- Borðspil
- Boltaíþróttir
- Fræðslu og kynningar frá áhrifamiklum einstaklingum
Þú getur haft samband í síma 7700727 eða sent tölvupóst á vopnaburid@vopnaburid.is.
Símanúmer
Tölvupóstur
Vefsíða
Tungumál
Íslenska, enska



Áhættuhegðun
Áhættuhegðun barns er þegar barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar eða er líklegt til að skaða heilsu þess og þroska. Til dæmis vímuefnaneysla, sjálfskaði, ofbeldi gagnvart öðrum og afbrot.
