Beint í efni

Hjálp til sjálfshjálpar

Í grunninn er Vopnabúrið tómstunda- og líkamsræktarstöð sem hjálpar börnum og unglingum að ná betra jafnvægi á skóla, heimili og félagslífi. Þar er boðið upp á ráðgjafa- og stuðningsviðtöl, tómstundir, heilsurækt og ráðleggingar til fagaðila. Starfið er valdeflandi, lausnamiðað og leitast er við tengslamyndandi nálgun. Samvinna við börn og unglinga er höfð að leiðarljósi þar sem þau eru við stýrið og taka sínar eigin ákvarðanir til að hafa áhrif á eigið líf.

Þjónustu Vopnabúrsins er skipt í tvennt. Annars vegar styrking og hins vegar inngrip.

Stundum er þörf á styrkingu inn í daglega rútínu sem er þá í formi tómstunda og samninga með það markmið að ná betra jafnvægi á skóla, heimili og félagslega virkni. Hér er um að ræða ungmenni sem mætir ágætlega í skólann, samskiptavandamál eru heima fyrir, lítil rútína og utanumhaldið ekki gott. Skiptin geta verið 1-3 sinnum í viku, 2-3 klukkustundir í senn.

Ef þörf er á mikilli aðstoð inn í daglega rútínu og utanumhaldi er talað um inngrip. Þá er um að ræða ungmenni sem gæti sýnt af sér ofbeldi, á við vímuefnavanda að stríða, sækir í slæman félagahóp og mætir illa eða ekkert í skóla. Skiptin geta verið 3-5 sinnum í viku frá 5-10 klukkustundir á dag.

Vopnabúrið býður upp á:

 • Hjólreiðar
 • Hestamennsku
 • Líkamsrækt af ýmsum toga
 • Akstursíþróttir
 • Hugleiðslu og jóga
 • Tónlistarvinnslu í stúdíói
 • Rafíþróttir
 • Pílukast
 • Bogfimi
 • Skák
 • Borðspil
 • Boltaíþróttir
 • Fræðslu og kynningar frá áhrifamiklum einstaklingum

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Foreldrahús

Foreldrahús veitir börnum, unglingum og foreldrum ráðgjöf, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga, áhættuhegðunar og hegðunarvanda. Foreldrasíminn 581 1799 er opinn allan sólarhringinn.