
Vopnabúrið
Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

Hjálp til sjálfshjálpar
Vopnabúrið er sérúrræði fyrir fjölskyldur, börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda þar sem tekið er m.a. á þáttum andlegs jafnt sem líkamlegs heilbrigðis skjólstæðinga. Þjónustan felur í sér ráðgjafa- og stuðningsviðtöl, meðferðarvinnu, líkamsrækt, tómstundir og félagslega virkni, talsmannsþjónustu, fræðslu og síðast en ekki síst endurgjöf til fagaðila.
Vopnabúrið býður upp á:
- Hjólreiðar
- Hestamennsku
- Líkamsrækt af ýmsum toga
- Akstursíþróttir
- Hugleiðslu og jóga
- Tónlistarvinnslu í stúdíói
- Rafíþróttir
- Pílukast
- Bogfimi
- Skák
- Borðspil
- Boltaíþróttir
- Fræðslu og kynningar frá áhrifamiklum einstaklingum
Símanúmer
Tölvupóstur
Vefsíða
Tungumál
Íslenska, enska


