Stuðningur og valdefling foreldra á erfiðum tímum

Foreldrahús er heildstætt úrræði sem veitir ráðgjöf vegna:

  • áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga
  • uppeldis- og sálfræðiráðgjöf vegna áhættuhegðunar og hegðunarvanda
  • fjölskylduráðgjöf
  • listmeðferð fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra.

Foreldrahús sinnir líka ráðgjöf vegna fjölbreyttari vanda barna, unglinga og fjölskyldu í heild sinni. Má þar nefna:

  • einelti
  • félagslega erfiðleika
  • vanlíðan
  • kvíða
  • námskeið fyrir foreldra sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverkinu

Foreldrahús tekur á móti öllum sem leita til þeirra. Það skiptir miklu máli fyrir þroska og velferð barna og unglinga að bregðast við vanda sem fyrst.

Ráðgjafar tala íslensku, ensku, sænsku og dönsku. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun í samstarfi við félagsþjónustu eða barnavernd ef þarf. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastól á skrifstofunni.

Þú getur sent þeim tölvupóst á foreldrahus@foreldrahus.is til að fá ráðgjöf eða bóka tíma með ráðgjafa. Þú getur líka hringt alla virka daga frá 9 til 4 til að fá ráðgjöf í síma 511 6160. Foreldrasíminn 581 1799 er neyðarsími sem er opinn allan sólarhringinn. Þar veita vímuefna- og foreldraráðgjafar foreldrum ráðgjöf og stuðning.

Hringdu í Foreldrasímann fyrir ráðgjöf og stuðning allan sólarhringinn.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð
Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu þeirra er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Áhættuhegðun barna og unglinga

Ef barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar, eða er líklegt til að skaða, heilsu þess og þroska kallast það áhættuhegðun. Þetta er ekki bundið einhverjum vandræðaheimilum heldur geta allar fjölskyldur lent í þessu.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.