Einelti

Vanda Sig er í baráttuliðinu gegn einelti. Krakkar í því liði berjast gegn einelti, eru góðir við aðra og passa að enginn sé útundan. Til að vera með þarf bara að ákveða í hjartanu að vera góðar manneskjur og taka ekki þátt í einelti.

Einkastaðir

Öll eigum við einkastaði, enginn annar má snerta þá.

Barn ræður sjálft yfir einkastöðum sínum. Það sem nærbuxur og sundföt hylja eru einkastaðir. Það má segja nei ef einhver reynir að brjóta regluna um einkastaðina. Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina á barnið að segja einhverjum fullorðnum sem það treystir frá því eða hringja í 112.

Það er aldrei barni að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina.

Álfarnir Álfur og Embla eru bestu vinir. Í þessari mynd læra þau að sumum leyndarmálum á maður að segja frá.

Börn

Hér geta börn lesið um ofbeldi og hvaða hjálp er í boði.