Dæmi um kynferðisofbeldi er:

  • Kossar eða snerting gegn vilja þínum.
  • Kynferðisleg orð eða látbragð gegn vilja þínum.
  • Kynlíf þegar þú getur ekki sagt nei. Til dæmis af því að þú ert undir áhrifum, þér hefur verið byrlað eða þú ert sofandi.
  • Að taka smokk af án þess að láta þig vita.
  • Að hæðast að þér eða ógna ef þú vilt ekki gera eitthvað tengt kynlífi. Til dæmis að horfa á klám eða bjóða öðrum með.
  • Að biðja þig um eitthvað kynferðislegt eins og munnmök í staðinn fyrir greiða, t.d. að fá að koma í partý eða gefa þér eitthvað sem þig langar í.
  • Nauðgun eða tilraun til nauðgunar.

Samþykki er nauðsynlegt í kynlífi

Samþykki þýðir að veita samþykki fyrir kynlífi eða kynferðislegum hlutum af frjálsum vilja. Upplýst samþykki þýðir að þú skiljir hvað þú gefur samþykki fyrir. Það er ekki samþykki ef einhver borgar fyrir t.d. með greiða eða peningum.

Hefur þú orðið fyrir kynferðisofbeldi?

Hér eru leiðbeiningar um hvað er best að gera ef þú verður fyrir kynferðisofbeldi. Að kæra brotið er er eina leiðin til að láta þann sem beitti ofbeldinu bera ábyrgð en gott er að vita við hverju á að búast.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Neyðarmóttaka á Akureyri vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan á sjúkrahúsinu á Akureyri tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Kynferðislegt ofbeldi og áreitni

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni er þegar einhver fer yfir mörkin þín kynferðislega og er líka ofbeldi.

Þekkirðu einhvern sem varð fyrir kynferðisofbeldi?

Það getur verið erfitt að vita hvernig eigi að hjálpa ástvini sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þú getur verið þeim mikilvægur stuðningur, þótt það virðist yfirþyrmandi í fyrstu.