Byrlun
Þeir sem byrla öðrum gera það til að stjórna þeim sem er byrlað. Þetta er yfirleitt gert til að notfæra sér ástand viðkomandi, oft kynferðislega.
Algengusta form byrlunar er þegar lyf eru sett í áfenga drykki fólks án þeirra vitundar. Stundum er áfengi líka neytt ofan í fólk eða ítrekað hellt í það. Þetta er oft í þeim tilgangi að sljóvga fólk eða gera það meðvitundarlaust. Einnig hefur gerst að nálar séu notaðar til að byrla.
Svona inngrip í líf annarrar manneskju er líkamlegt ofbeldi og er alfarið á ábyrgð þess sem byrlar.















