Byrlun

Þeir sem byrla öðrum gera það til að stjórna þeim sem er byrlað. Þetta er yfirleitt gert til að notfæra sér ástand viðkomandi, oft kynferðislega.

Algengusta form byrlunar er þegar lyf eru sett í áfenga drykki fólks án þeirra vitundar. Stundum er áfengi líka neytt ofan í fólk eða ítrekað hellt í það. Þetta er oft í þeim tilgangi að sljóvga fólk eða gera það meðvitundarlaust. Einnig hefur gerst að nálar séu notaðar til að byrla.

Svona inngrip í líf annarrar manneskju er líkamlegt ofbeldi og er alfarið á ábyrgð þess sem byrlar.

Einkenni byrlunar

Við ættum alltaf að vera vakandi fyrir því ef einhver í kringum okkur er ekki í ástandi til að geta borið ábyrgð á sjálfum sér. Til dæmis ef fólk:

  • Virðist illa áttað, er ekki með á hreinu hvar það er eða hvernig það komst þangað.
  • Talar óskýrt eða drafar.
  • Sýnir skyndilega breytingu í meðvitund.
  • Er meðvitundarlítið eða meðvitundarlaust.
  • Hefur ekki mátt til að hreyfa líkamann eða útlimi.

Ef þú sérð einhvern í þessu ástandi er mikilvægt að koma viðkomandi á öruggan stað þar sem hann getur aftur náð áttum í ró og næði eða fá aðstoð heilbrigðisstarfsfólks ef ástand viðkomandi gefur tilefni til. Skyndihjálp við meðvitundarleysi gæti hjálpað til.

Fólk veit yfirleitt ekki sjálft að því hefur verið byrlað, af því einkennum svipar oft til of mikillar áfengisneyslu eða ofþreytu. Vísbendingar um byrlun gætu verið að manneskjan:

  • Veit ekki hvernig hún komst þangað sem hún er.
  • Man ekki eftir hvað hefur gerst.
  • Er marga daga að jafna sig líkamlega.

Leiki grunur á byrlun er mikilvægt að segja frá og leita sér aðstoðar. Við bráðum einkennum og veikindum vegna byrlunar þarf að leita læknisaðstoðar.

Til greiningar á því hvort byrlun hafi átt sér stað þarf að fara fram rannsókn lögreglu. Það er hlutverk lögreglu að skoða hvort lyf sé að finna í blóðinu. Sum byrlunarlyf eru fljót að skolast út úr líkamanum og því getur skipt máli að greina blóðsýni eins fljótt og hægt er eftir að grunur vaknar um byrlun.

Aðstoð í boði

Skoða alla aðstoð

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Neyðarmóttaka á Akureyri vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan á sjúkrahúsinu á Akureyri tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Kynferðislegt ofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver káfar á þér eða þvingar þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.

Ekki beita ofbeldi

Ef þú beitir aðra manneskju ofbeldi og vilt hætta því, þá er hægt að fá hjálp.