Að kúga fólk til að gera eitthvað, til dæmis senda sér nektarmyndir eða peninga er ólöglegt. Að dreifa nektarmyndum af fólki sem ekki hefur gefið til þess leyfi er líka ólöglegt og kallast stafrænt kynferðisofbeldi.

Ef þú eða einhver sem þú þekkir eru í samskiptum við aðila sem er að hóta þér þá mælum við með að:

  • Vista samskiptin og allar upplýsingar sem ykkur dettur í hug (svo sem vinalista viðkomandi og notendanafn).
  • Hætta samskiptunum.
  • Fá stuðning frá fagaðilum. Fólk sem verður fyrir sæmdarkúgun eða ástarsvikum getur upplifað mikla vanlíðan, niðurlægingu, skömm og áhyggjur.
  • Hafa samband við lögregluna. Lögreglan er í alþjóðlegu samstarfi sem þýðir að þó að sá sem þú ert í samskiptum við sé erlendis eða felur sig á bakvið óþekkt notendanafn þá geta þau samt fundið hver hann er.
  • Ef viðkomandi hefur undir höndum nektarmyndir eða annað myndefni sem þið viljið ekki að sé í dreifingu er hægt að takmarka eða stoppa dreifinguna.

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

Tæling

Þegar eldri manneskja tælir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með blekkingu eða gjöfum kallast það tæling.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.

Ástarsvik

Ástarsvik er þegar einhver myndar ástar- eða vinatengsl við þig til þess að geta stolið af þér peningum eða persónuupplýsingum.

Stafrænt kynferðisofbeldi

Það þarf alltaf samþykki til að deila kynferðislegu efni af öðrum

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.