
Netöryggi
Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu.



Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?
Skoða fleiri dæmi
Andri
Andri var mjög glaður þegar hann sópaði myndinni af Helgu til hægri og komst að því að hún hafði líka áhuga á honum. Þau voru í sama menntaskóla, Helga einu ári eldri, vinsæl og miklu sætari – að Andra mati. Þau byrja að spjalla gegnum appið og fara fljótlega að daðra.
En nú líður Andra mjög illa, Helga hafði beðið hann um nektarmynd og ætlaði að senda af sér til baka sem hún gerði svo aldrei. Helga sendi myndina á vini sína og nú eru þeir allir að mæla út nakinn líkama Andra. Helgu finnst þetta allt saman fyndið og gerir lítið úr mótmælum Andra. Hún birti meira að segja spjallið þeirra á Insta og allir krakkarnir í skólanum eru búnir að læka það.
Er þetta ofbeldi?


