Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

Hönd heldur um síma með mynd af strák og hjörtu fljúga upp

Ástarsvik

Það er fullkomlega eðlilegt að kynnast fólki í gegnum internetið og mynda sambönd með því. Það er samt gott að hafa nokkra hluti í huga þegar svoleiðis sambönd eru að myndast.

Talaðu við börn um örugg netsamskipti

Kenndu börnum leiðir til að koma í veg fyrir stafræn brot og leiðir til að takast á við það ef það gerist.

Hönd heldur um síma með mynd af strák og hjörtu fljúga upp

Ráð fyrir börn og unglinga

Börn og unglingar lenda stundum í áreitni á netinu. Til dæmis að persónulegum eða kynferðislegum myndum sé deilt án leyfis eða að lenda í neteinelti.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Nektarmyndir

Það er stafrænt kynferðisofbeldi þegar einhver tekur eða deilir kynferðislegri mynd af þér án leyfis. Það er líka ólöglegt að hóta að deila nektarmynd eða senda nektarmynd af sér óumbeðið.

Netöryggi barna

Handhægar upplýsingar fyrir foreldra barna varðandi netöryggi.

Netsvik

Netsvik eru mun algengari en fólk grunar og svikahrapparnir finna sífellt upp nýjar aðferðir. Allir geta orðið fyrir barðinu á netglæpamönnum og því er mikilvægt að geta varist þeim með þekkinguna að vopni.

Öruggar leiðir til að nota tölvur og síma

Passaðu upp á öryggi þitt með því að tryggja að tækin þín séu ekki viljandi eða óviljandi að deila persónulegum upplýsingum sem þú vilt ekki að fari lengra.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Andri

Andri var mjög glaður þegar hann sópaði myndinni af Helgu til hægri og komst að því að hún hafði líka áhuga á honum. Þau voru í sama menntaskóla, Helga einu ári eldri, vinsæl og miklu sætari – að Andra mati. Þau byrja að spjalla gegnum appið og fara fljótlega að daðra.

En nú líður Andra mjög illa, Helga bað hann um nektarmynd af sér og ætlaði að senda af sér til baka sem hún gerði svo aldrei. Helga sendi myndina á vini sína og nú eru þeir allir að mæla út nakinn líkama Andra. Helgu finnst þetta allt saman fyndið og gerir lítið úr mótmælum Andra. Hún birti meira að segja spjallið þeirra á Insta og allir krakkarnir í skólanum eru búnir að læka það.

Er þetta ofbeldi?

Ef þú hefur skoðað kynferðislegar myndir af börnum eða átt kynferðisleg samtöl við ungmenni yngri en 18 ára geturðu fengið hjálp til að stöðva slíka hegðun.

Aðstoð í boði

Skoða alla aðstoð

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu Barnaheilla er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Taktu skrefið

Taktu skrefið er hópur sálfræðinga sem aðstoðar fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi.