Snerting og samþykki

Fólk upplifir snertingu á ólíkan hátt. Stundum viljum við vera snert og stundum viljum við það ekki. Þess vegna er mikilvægt að vita að allir séu samþykkir snertingunni. Og svo er líka allt í lagi að skipta um skoðun.

Kannski vildir þú knús til að byrja með en svo viltu ekki knús – þá er í lagi að segja að þú viljir það ekki.

Kannski vildir þú ekki knús til að byrja með en svo viltu knús eftir allt saman – þá er í lagi að biðja um knús.

Þegar þú ert eldri gildir það sama um kynlíf.

Sjálfsvirðing og líkaminn

Þótt líkami þinn sé ekki endilega eins og líkamarnir sem sjást á skjánum er hann alveg jafn fallegur. Sjónvarp og tölvuleikir ýkja oft hvernig fólk lítur út og láta sem við öll séum eins. Klám er ýktasta útgáfan af öllu saman og er alls ekkert eins og kynlíf.

Að setja mörk

Að setja mörk er að láta láta aðra vita hvað maður vill og vill ekki. Það er alltaf best að standa með sjálfum sér svo manni líði vel.

Stuttmynd um útlit, fyrirmyndir, ofbeldi og að setja mörk

Hvernig virka samfélagsmiðlar?

Öpp sem eru notuð til að tala við aðra eru kölluð samfélagsmiðlar. Það á eiginlega að vera orðinn 13 ára til að nota þessi öpp en stundum fá börn leyfi frá foreldrum til að byrja fyrr. Aldurstakmarkið er samt af góðri ástæðu. Samskipti á netinu geta auðveldlega misskilist, stundum eru þau notuð til að leggja í einelti og stundum birtist efni sem börn eiga ekki að sjá.

Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði segja frá því hvernig þau nota og upplifa samfélagsmiðla af ýmsum gerðum eins og Facebook, Twitter og Instagram. Sömu ráð eiga við um Snapchat og TikTok.

Stafrænt kynferðisofbeldi

Að taka eða senda kynferðislega mynd eða myndband af börnum er ólöglegt.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.