
Réttinda-gæslu-maður
Réttinda-gæslu-maður hjálpar fötluðu fólki að ná fram rétti sínum.

Réttinda-gæsla fatlaðs fólks
Þú getur haft samband við réttinda-gæslu-mann ef þér finnst að einhver hafi brotið á rétti þínum eða beitt þig ofbeldi. Réttinda-gæslu-maður getur verið hjá þér og stutt þig þegar þú talar við lögreglu. Hann getur líka fengið aðstoð fyrir þig ef þú átt erfitt með að tala.
Ef þú vilt tala við réttinda-gæslu-mann er hægt að hringja í velferðar-ráðuneytið í síma 554 8100 til að fá samband við réttinda-gæslu-mann í þínum lands-hluta eða senda tölvupóst á postur@rettindagaesla.is. Síminn er opinn frá 8:30–16:30 mánudaga til fimmtudaga, og 8:30–12:00 á föstudögum.
Símanúmer
Tölvupóstur
Tungumál
Íslenska, English, dansk, español. Tungumála- og táknmáls-túlkun í boði.
Hér er fræðsla á hljóðskrá um ofbeldi gegn fötluðu fólki


