Hvað er andlegt ofbeldi?
Hótanir, niðurlæging, eftirlit og stjórnun með því að láta þér líða illa er allt andlegt ofbeldi.
Ef einhver sem þú ert í tengslum við gerir þér þessa hluti er líklegt að það sé heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi.
Fólk sem beitir ofbeldi afsakar sig oft með því að kenna þolandanum um eða öðrum hlutum, eins og áfengi og fyrri sögu, í stað þess að taka ábyrgð á eigin hegðun.
Afleiðingar andlegs ofbeldis sitja oft lengur í fólki en eftir líkamlegt ofbeldi.
Andlegt ofbeldi skilur ekki eftir sig áverka sem sjást þannig að það er oft erfitt að átta sig á ofbeldinu.

















