Ókeypis lögfræðiráðgjöf

Ef þig vantar lögfræðiaðstoð vegna ofbeldismáls geturðu talað við ráðgjafa hjá Kvennaráðgjöfinni. Kvennaráðgjöfin veitir konum stuðning og ráðgjöf en ráðgjöfin er líka opin körlum. Ráðgjöfin kostar ekki neitt. Ekki þarf að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar til að fá ráðgjöf.

Kvennaráðgjöfin er á 2. hæð en það er ekki lyfta í húsinu. Ef þú ert í hjólastól þarftu að taka það fram og þá er tekið á móti þér á 1. hæð. Kvennaráðgjöfin borgar ekki fyrir táknmálstúlk. Ef þú þarft tungumálatúlk er leitað hjálpar hjá WOMEN (samtökum erlendra kvenna á Íslandi) sem eru í sama húsi.

Kvennaráðgjöfin er á Túngötu 14 (Hallveigarstöðum) í Reykjavík. Opnunartímar eru þriðjudaga frá 20 til 22 og fimmtudaga frá 14 til 16. Það má bæði koma á staðinn og hringja í síma 552 1500.

Kvennaráðgjöfin býður upp á ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf vegna ofbeldismála.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Mannréttinda­skrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Kvennaathvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.