
WOMEN
W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Réttindi erlendra kvenna
Hjá WOMEN geta erlendar konur fengið ráðgjöf um réttindi sín og úrræði á Íslandi. WOMEN hjálpa sérstaklega konum sem verða fyrir ofbeldi. Ráðgjöfin kostar ekki neitt. Annað hvert þriðjudagskvöld frá 8-10 er jafningafræðsla þar sem þú getur mætt og talað við aðrar erlendar konur.
Ráðgjafar WOMEN tala íslensku, ensku og fleiri tungumál. Í húsi WOMEN er lyfta þannig að hægt er að komast í hjólastól. WOMEN borga ekki fyrir táknmálstúlkun.
WOMEN er á Túngötu 14 í Reykjavík. Þú getur bókað viðtal með því að senda þeim tölvupóst á info@womeniniceland.is eða hafa samband gegnum vefsíðuna þeirra eða facebook.
Heimilisfang
Túngata 14, 101 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska, English og fleiri tungumál. Tungumálatúlkun. Ekki boðið upp á táknmálstúlkun.
WOMEN hjálpa erlendum konum á Íslandi sem verða fyrir ofbeldi.
Reynslusaga Önnu
Óvenju hátt hlutfall kvenna sem leitar til Kvennaathvarfsins er af erlendum uppruna. Anna frá Rússlandi segir frá sambandi sínu við íslenskan maka sem beitti hana ofbeldi. Eftir nokkur ár leitaði hún sér hjálpar, fór frá honum og hóf nýtt líf með börnum sínum.