Heiður notaður sem ofbeldi

Heiðursofbeldi er oft dulið, því sá sem beitir ofbeldinu er yfirleitt náinn ættingi sem telur að þolandinn muni eða hafi vegið að heiðri sínum eða fjölskyldunnar.

Ungar konur eða hinsegin fólk eiga helst á hættu að verða fyrir heiðursofbeldi. Þetta gerist oft þegar sterkt ósamræmi verður milli samfélagsins sem þau búa í og menningarheims fjölskyldu þeirra. Þá er orðspor og heiður fjölskyldu er settur ofar velferð og sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Það er mannréttindabrot þegar heiður fjölskyldu er settur hærra en frelsi einstaklingsins.

Heiðursofbeldi er til dæmis þegar:

 • Þér er meinað að velja þér kærasta eða maka.
 • Fjölskyldan lætur þér líða illa þegar þú aðlagast nýrri menningu „um of“.
 • Fjölskyldan stýrir hvern þú mátt umgangast.
 • Fjölskyldumeðlimur skoðar símann þinn eða tölvupóst til að sjá við hvern þú ert í samskiptum við.
 • Þú þarft að koma beint heim úr skólanum og mátt ekki taka þátt í íþróttum eða félagsstarfi.
 • Þér er bannað að velja þér vini og þú mátt bara eiga vini af sama uppruna.
 • Þú mátt ekki ráðstafa eigin peningum.
 • Fjölskyldan þín lætur eins og þú hafir smánað þau ef þú ferð ekki nákvæmlega eftir þeirra reglum.
 • Fjölskyldumeðlimur neyðir þig til að giftast einstaklingi gegn þínum vilja.
 • Þér er hótað ofbeldi ef þú slítur ekki sambandi við vini þína eða maka sem eru þeim ekki þóknanleg.
 • Fjölskyldan talar illa um aðra menningarheima en ykkar til að stjórna þér.
 • Þér er meinað að koma til baka til Íslands eftir sumarfrí.

Fáðu hjálp

Það getur verið erfitt að átta sig á þessum aðstæðum og stíga út. Það getur þýtt að yfirgefa fjölskyldu sína, sem er oft það eina sem maður á í nýju landi. Þú getur haft samband við Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri sem sérhæfa sig í aðstoð við hvers kyns ofbeldi.

Börn og fullorðnir geta alltaf talað við einhvern hjá 1717 (hjálparsíma Rauða krossins) eða haft samband við 112 gegnum síma eða netspjall.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi
Manneskjan á myndinni er leið. Hún er með sítt hár, gleraugu, í rauðri peysu og dökkum buxum. Hún situr með lokuð augun. og heldur utan um hnén á sér með hægri höndinni en er eins og hún sé að teygja sig í áttina að einhverjum.

Fatima

Fatima er írönsk stúlka sem fluttist hingað með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum. Hún er í 8. bekk í grunnskóla í Reykjavík og á marga góða vini í bekknum, bæði af íslenskum og erlendum uppruna. Undanfarnar vikur hefur Fatima labbað heim með Jóhanni bekkjarfélaga sínum og finnst það gaman af því hann er fyndinn, skemmtilegur og klár.

Bróðir Fatimu er ekki hrifinn af vináttu þeirra og gefur Jóhanni illt auga í hvert sinn sem þeir mætast. Stuttu seinna tæklar hann Jóhann harkalega í íþróttum en Jóhann gerir ekki mál úr því. Fatima og Jóhann hittast óvænt úti í sjoppu eitt kvöldið og tala lengi saman. Daginn fyrir sumarfrí birtist pabbi hennar skyndilega í skólanum og fylgir henni heim. Sumarið líður án þess að neinn hitti Fatimu og þegar skólinn byrjar aftur kemur Fatima ekki í skólann.

Er þetta ofbeldi?

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Samtökin '78

Samtökin '78

Samtökin '78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og ungmenni, meðal annars það sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Trúarofbeldi

Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.

Manneskja á myndinni er alvarlega á svip og lítur niður. Hún er með hægri höndina á hjartastað en vinstri höndin er útrétt eins og faðmurinn sé opinn.

Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Andlegt ofbeldi skilur ekki eftir sig áverka sem sjást þannig að það er oft erfitt að átta sig á ofbeldinu.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.