Heiður notaður sem ofbeldi
Heiðursofbeldi er oft dulið af því að sá sem beitir ofbeldinu er yfirleitt náinn ættingi sem finnst að þolandinn muni eða hafi skemmt orðspor eða heiður fjölskyldunnar.
Ungar konur eða hinsegin fólk eiga helst á hættu að verða fyrir heiðursofbeldi.
Þetta gerist oft þegar mikill munur er á samfélaginu sem þau búa í og menningarheimi fjölskyldu þeirra.
Þá skiptir orðspor og heiður fjölskyldunnar meira máli en velferð og sjálfsákvörðunarréttur þolandans.
Það er mannréttindabrot þegar heiður fjölskyldu er settur hærra en frelsi einstaklingsins.
















