Beint í efni

Dvöl og ráðgjöf fyrir konur

Kvennaathvarfið er hús þar sem konur og börnin þeirra geta búið í stuttan tíma ef þær geta ekki búið heima hjá sér út af ofbeldi. Ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi getur þú talað við ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. Þú þarft ekki að dvelja í húsinu. Það skiptir ekki máli þótt hafi átt sér stað fyrir löngu síðan. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa eða dvelja í húsinu.

Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastól í athvarfinu. Þá geturðu farið í viðtal hjá ráðgjafa í Bjarmahlíð og ef þér vantar húsnæði geturðu fengið að gista á hóteli.

Þú getur hringt allan sólarhringinn í Kvennaathvarfið í síma 561 1205 til að fá stuðning. Þú getur líka sent þeim tölvupóst á kvennaathvarf@kvennaathvarf.is. Allar konur eru velkomnar: íslenskar, erlendar, fatlaðar, hinsegin, transkonur og á hvaða aldri sem er (eldri en 18 ára).

Kvennaathvarfið á Akureyri hjálpar öllum konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi, bæði með húsaskjól og ráðgjöf.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði
Hús Aflins á Akureyri

Aflið á Akureyri

Aflið hjálpar fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi.

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.