Aflið býður upp á stuðning og sjálfshjálparstarf

Aflið eru samtök sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi eða hvers konar öðru ofbeldi. Þú getur fengið bæði einstaklingsráðgjöf og tekið þátt í hópastarfi. Aðstandendur eru velkomnir. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa.

Í einstaklingsviðtölum er veittur stuðningur við að koma ofbeldisreynslunni í orð og skoða afleiðingarnar sem ofbeldið hefur haft. Þetta getur reynst mörgum erfitt skref og er fullur skilningur á því innan Aflsins. Ráðgjafar mæta fólki á jafningagrundvelli. Þú stjórnar því hversu hratt og djúpt er unnið í viðtölunum.

Það er ekki lyfta í húsinu þannig að ef þú notar hjólastól kemst þú kannski ekki inn. Þá getur þú bókað tíma hjá ráðgjafa á öðrum stað sem þú getur komist á í hjólastólnum. Þú getur talað íslensku eða ensku við ráðgjafa. Ef óskað er eftir tungumála- eða táknmálstúlki er best að láta vita fyrirfram.

Aflið er í Aðalstræti 14 á Akureyri. Þjónusta er einnig veitt á Blönduósi, Egilsstöðum, Húsavík, Reyðarfirði og Siglufirði. Þú getur bókað tíma með því að hringja í síma 461 5959 frá 9 til 12 á þriðjudögum og miðvikudögum eða senda tölvupóst á aflidak@aflidak.is

Aflið hjálpar öllum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kvennaathvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Trúarofbeldi

Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.

Manneskja á myndinni er alvarlega á svip og lítur niður. Hún er með hægri höndina á hjartastað en vinstri höndin er útrétt eins og faðmurinn sé opinn.

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

Manneskja horfir á farsímann sinn sem er opinn og virðist sýna skilaboð