Neyðarverðir

Neyðarverðir eru á vakt allan sólarhringinn til að aðstoða fólki í neyð. Aðstaða er fyrir átta neyðarverði í vaktstöðinni í Skógarhlíð en mismargir eru á vakt, allt eftir væntu álagi.

Starf neyðarvarðar

Neyðarverðir taka á móti erindum frá almenningi allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þeir aðstoða þau sem hafa samband við að fá þá hjálp sem þau þurfa með því að greina stöðuna og kalla til þá viðbragðsaðila sem þarf.

Hvað þarf að hafa í huga þegar talað er við neyðarvörð?

Ein sekúnda frá því versta sem maður getur upplifað

Elva er búin að vinna sem neyðarvörður í 23 ár. Mjög margt hefur breyst síðan hún byrjaði, margt var einfaldara, þá hringdi fólk til dæmis eingöngu úr landsímum og auðveldara var að staðsetja atburði. Elvu finnst það erfiðasta við starfið að vita aldrei hvað næsta símtal felur í sér. Segja má að neyðarverðir og innhringjendur séu ekki nema einni sekúndu frá því versta sem þeir geta upplifað.

Óútskýranleg upplifun

Fyrsta erfiða símtal Þorbjargar var strax fyrsta daginn hennar sem neyðarvörður, það var endurlífgun. Uppáhaldssímtalið hennar er þegar hún aðstoðaði við fæðingu gegnum símann. Þorbjörgu líður vel að koma heim að loknum vinnudegi og vita að hún hafi hjálpað einhverjum.

Sérstök lífsreynsla

Starf neyðarvarðar felst í að bera ábyrgð á öryggi samborgara sinna. Neyðarverðir eru til staðar á verstu tímum fólks. Friðrik viðurkennir að starfið getur verið mjög yfirþyrmandi en á sama tíma gefandi. Friðrik man sem betur fer best eftir málum sem leysast vel.

Netspjall 112

Netspjall 112 er ný samskiptaleið við neyðarverði sem var opnuð í október 2020. Hugmyndin af netspjallinu kviknaði þegar ráðist var í að víkka út svið 112 til að fræða og aðstoða fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Tilkoma netspjallsins hefur sýnt að margir kjósa þann samskiptamáta frekar en að hringja.

Mál vegna heimilisofbeldis

Símtöl þar sem vitni að heimilisofbeldi hringja inn eru alltaf erfið. Þorbjörg lýsir því hvernig neyðarverðir svara þeim málum og koma áfram til lögreglu. Neyðarverðir veita einnig upplýsingar um úrræði fyrir ofbeldi gegnum síma eða netspjall.

Alls konar vandamál

„Þetta er ekki neyðarástand en …“ Þannig byrja mörg símtöl sem koma inn til Friðriks en eru samt kannski neyðarástand. Önnur mál eru smávægilegri en neyðarverðir reyna alltaf að hjálpa fólki.