Hvað er nauðungarhjónaband?

Nauðungarhjónaband er þegar manneskja hefur ekki veitt samþykki sitt til að ganga í hjónaband en gerir það tilneydd til að fá einhver réttindi. Það er líka mansal, því þá hagnast einhver annar á því sem manneskjan er þvinguð til að gera. Þú gætir verið í nauðgunarhjónabandi ef:

  • Þegar manneskja er þvinguð til að giftast einhverjum til að annar aðili hagnist á því fá dvalarleyfi eða ríkisborgararétt.
  • Þér er hótað, eða þrýst á þig með ofbeldi eða annars konar þvingunum til að giftast einhverjum sem þú vilt ekki giftast.
  • Þú vissir ekki að þú værir að fara að gifta þig.
  • Þú mátt ekki tala um hjónabandið þitt við aðra.
  • Þér er lofað dvalarleyfi, ríkisborgararéttur eða peningar í staðinn fyrir að ganga í hjónaband.
  • Einhver annar hagnast á því að þú gangir í hjónaband gegn vilja þínum.

Samtal við neyðarvörð 112 er hjálpleg og örugg leið til að stíga fyrsta skrefið ef þú ert þolandi mansals

Einkenni mansals

Það getur verið flókið að átta sig á hvort manneskja er þolandi mansals eða ekki. Mikilvægast er að veita fólki í sínu nánasta umhverfi athygli og þekkja hvað einkennir þolendur mansals.

Stop The Traffik: Iceland

Stop The Traffik: Iceland eru sjálfstæð hjálparsamtök sem vinna að fræðslu til þolenda mansals og almennings um eðli mansals, einkenni og úrræði.

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Kvennaathvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Kynlífsmansal

Kynlífsmansal er þegar manneskja hagnast á að selja aðgang að líkama annarrar manneskju.