Hvað er kynlífsmansal?
Kynlífsmansal er þegar manneskja er neydd til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum gegn vilja sínum. Oft er kynlífið boðið gegn greiðslu en stundum er aðgangi að kynlífi veitt í skiptum fyrir aðra hluti sem þolandi fær enga greiðslu fyrir.
Margir tengja orðið vændi við kynlífsmansal. Að selja vændi er löglegt á Íslandi en það er ólöglegt að einhver annar hagnist á að selja aðgang að líkama manneskju. Hótelherbergi, skemmtistaðir og heimahús eru dæmi um þá staði þar sem þolendur eru neyddir til að selja líkama sinn. Yfirleitt hafa gerendur mikið vald andlega yfir þolendum kynlífsmansals og nýta sér ótta þolanda til að fá sínu framgengt.
Kynlífsmansal getur verið þegar:
- Það er selt aðgangur að líkama þínum án þess að þú viljir það.
- Þér er hótað og þvingað til að þú haldir áfram að selja líkama þinn, gegn vilja þínum.
- Þú færð ekki læknishjálp vegna kynsjúkdóms eða annarra áverka vegna kynferðislegra athafna með ókunnugum.
- Gefur þér ekki tækifæri til að verja þig gegn kynsjúkdómum ef þú ákveður að selja vændi.