Hvað er kynlífsmansal?

Kynlífsmansal er þegar manneskja er neydd til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum gegn vilja sínum. Oft er kynlífið boðið gegn greiðslu en stundum er aðgangi að kynlífi veitt í skiptum fyrir aðra hluti sem þolandi fær enga greiðslu fyrir.

Margir tengja orðið vændi við kynlífsmansal. Að selja vændi er löglegt á Íslandi en það er ólöglegt að einhver annar hagnist á að selja aðgang að líkama manneskju. Hótelherbergi, skemmtistaðir og heimahús eru dæmi um þá staði þar sem þolendur eru neyddir til að selja líkama sinn. Yfirleitt hafa gerendur mikið vald andlega yfir þolendum kynlífsmansals og nýta sér ótta þolanda til að fá sínu framgengt.

Kynlífsmansal getur verið þegar:

  • Það er selt aðgangur að líkama þínum án þess að þú viljir það.
  • Þér er hótað og þvingað til að þú haldir áfram að selja líkama þinn, gegn vilja þínum.
  • Þú færð ekki læknishjálp vegna kynsjúkdóms eða annarra áverka vegna kynferðislegra athafna með ókunnugum.
  • Gefur þér ekki tækifæri til að verja þig gegn kynsjúkdómum ef þú ákveður að selja vændi.

Það er alltaf leið út úr aðstæðum kynlífsmansals. Neyðarverðir 112 eru tilbúnir að aðstoða þig.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Miriam

Miriam var neydd til að stunda vændi í heimalandi sínu. Hún er sett í flugvél til Íslands með fölsuð skilríki eftir að hár hennar var klippt og litað. Við komuna til Íslands var hún látin stunda vændi áfram, án þess að fá nokkru um það ráðið.

Miriam á enga peninga og enga vini sem hún getur leitað til. Hún þorir ekki að andmæla því þá verður fjölskylda hennar heima í Lettlandi beitt ofbeldi. Hún veit ekki hvert hún verður send næst eða hvernig hún kemst út úr þessum vítahring.

Er þetta ofbeldi?

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Nauðgun

Enginn hefur rétt á að þvinga aðra manneskju til að gera eitthvað kynferðislegt sem hún vill ekki gera. Þegar kynmök eru höfð við manneskju án samþykkis er það nauðgun.

Vinnumansal

Vinnumansal er þegar vinnuveitandi hagnast á vinnuframlagi annarar manneskju.