Hvað er vinnumansal?
Vinnumansal er þegar einhver, oftast vinnuveitandi, hagnast á vinnuframlagi annars.
Starfsmaðurinn er þá blekktur til að taka við starfi gegn röngum upplýsingum, til dæmis um laun, vinnutíma, aðbúnað á vinnustað eða húsnæði.
Gerendur nota blekkingar og hótanir til að koma í veg fyrir að þolandinn leiti sér aðstoðar eða hætti að vinna fyrir gerandann.













