Hvað er vinnumansal?

Vinnumansal er þegar einhver, oftast vinnuveitandi, hagnast á vinnuframlagi annarrar manneskju. Það getur verið þegar manneskja er blekkt til að taka við starfi með röngum upplýsingum um starfið, til dæmis laun og vinnutíma, aðbúnað á vinnustað og húsnæði. Gerendur nota blekkingar og hótanir til að koma í veg fyrir að þolandinn leiti sér aðstoðar eða hætti að vinna fyrir gerandann.

Vinnumansal er algengasta birtingarmynd mansals á Íslandi og getur átt sér stað hvar sem er. Oft gerist það við byggingaframkvæmdir, ræstingar og önnur þjónustustörf, eins og á hótelum og veitingastöðum. Vinnumansal getur verið raunin ef:

  • Yfirmaður lætur þig vinna mjög langa vinnudaga án þess að þú hafir val.
  • Yfirmaður hótar að láta vísa þér úr landi ef þú gerir ekki það sem hann segir.
  • Þú býrð í óviðunandi húsnæði með mörgum einstaklingum.
  • Yfirmaður þinn hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki það sem hann segir.
  • Þú færð ekki laun fyrir heimilisstörf eða önnur störf sem þú vinnur aukalega.
  • Yfirmaður þinn setur staðsetningarforrit í símann þinn til að fylgjast með þér, gegn vilja þínum.

Vinnumansal getur verið erfitt að greina. Það er auðvelt að fá aðstoð við fyrstu skref hjá neyðarvörðum 112. Hafðu samband.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Huang-Kai

Huang-Kai var ráðinn til að vinna sem kokkur á veitingahúsi í Reykjavík. Vinnuveitandi hans útvegaði honum gistingu í nágrenninu og lofaði að senda hluta af laununum hans út til fjölskyldu hans.

Þegar kórónaveiru-faraldurinn hófst þá breyttist framkoma vinnuveitanda í garð Huang-Kai, allt í einu var vegabréfið tekið af honum og hann fékk engin laun. Huang-Kai var bannað að fara út af veitingastaðnum, vinnuveitandinn setti staðsetningarforrit í símann hans og hann var látinn sofa á gólfinu í eldhúsinu á veitingastaðnum.

Er þetta ofbeldi?

Hvernig á ég að þekkja mansal?

Það getur verið snúið að vita hvenær er um mansal að ræða. Þegar manneskja er hagnýtt á einhvern hátt, notuð af öðrum einstaklingi til að græða pening, þá er það mansal. Hér getur þú lesið meira um einkenni mansals.

Einn réttur - ekkert svindl

ASÍ, heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði, heldur úti síðunni ekkertsvindl.is, ‏þ‎ar sem hægt er að nálgast uppl‎‎ýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði á íslensku, ensku og pólsku. Þar er einnig hægt að senda inn ábendingar og spurningar um allt er varðar réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

ASÍ og stéttarfélögin halda úti vinnustaðaeftirliti sem hefur ‏‏þann tilgang að berjast gegn brotum á vinnumarkaði og uppl‎ýsa launafólk um réttindi ‏sín. Eftirlitsfulltrúar heimsækja vinnustaði og eru ‏því í mörgum tilfellum fyrstu tengiliðir við ‏þolendur mansals. Hægt er að senda þeim tölvupóst á asi@asi.is og hér er hægt að lesa sér meira til um átakið Einn réttur - ekkert svindl.

Stop The Traffik: Iceland

Stop The Traffik: Iceland eru sjálfstæð hjálparsamtök sem vinna að fræðslu til þolenda mansals og almennings um eðli mansals, einkenni og úrræði.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Mannréttinda­skrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Öryggi á netinu

Til að koma í veg fyrir að einhver fylgist með ferðum þínum og noti þær upplýsingar til að stjórna þér, er hægt að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum um öryggi á netinu.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Þvinguð afbrot

Þegar einhver þvingar þig til að brjóta lög til að hagnast á því sjálfur, þá er það mansal.

Kona í búri